4.kafli

Ósanngjarnar ásakanir, kjaftshögg
og nýar fréttir.

Daginn eftir fóru Tara og Hilda báðar í skólann og svo virtist sem dagurinn ætlaði ekki að verða sem bestur. Til að byrja með var eðlisfræði í fyrsta tíma og Töru fannst hún venjulega eitt skemmtilegasta fagið en Veronika sem var forystusauður gelgjuhósins og skiptinemi frá bandaríkjunum reyndi að hella yfir hana einhverju jukki sem lætur vörtur koma á mann um allan líkaman en tókst ekki betur til en svo að hún kolféll um fötu og hellti öllu saman yfir sjálfan sig og kennarann. Þegar kennarinn byrjaði að skamma hana byrjaði hún að mótmæla og sagði eins og asni að Tara hefði hrint sér, sem gat auðvitað ekki staðist þar sem Tara hafði allan tíman staðið hinumegin í stofunni. Kennarinn gaf Veroniku eftirsetu. Það hefði mátt halda að Hildu og Töru þætti það betra því þá færi hún ekki að angra þær. Jú,jú, þetta var sosum allveg rétt að HÚN gat ekki gert þeim neitt, en þessi Veronika átti kærasta og hún gat skipað honum að gera hvað sem er, þar á meðal elta Töru og Hildu uppi og láta lemja þær í kássu sem síðan væri hægt að þrífa upp með skúringamottu. Og þetta var nákvæmlega það sem Veronika ætlaði að gera. Þegar að löngu frímínútunum kom kallaði Veronika kærastann sinn, sem í þessu tilfelli hét Peter Larsen. Þessi Peter var ljóshærður með blá augu, einn af þessum strákum sem fóru reglulega í ræktina og spókuðu sig á ströndum í sumarleyfinu. Hann var í rauninni mjög eftirsóttur meðal kvennaþjóðarinnar. Og hefði verið eftirsóttari ef hann væri einfaldlega ekki svona nautheimskur

En já, sem stóð hafði hann króað stelpurnar af úti í horni og var að reina að nýta sinn heimska heila í að velta fyrir sér hvernig best væri að berja þær. Þegar hann ákvað að spyrja stelpurnar að því hvernig hann ætti að lemja þær, trylltist Tara gjörsamlega ,,Ó, ég skal sko gefa þér sýnikennslu” urraði hún á hann og BÚMM!!! hún gaf honum á kjaftinn svo að small í. Í nokkrar sekúndur deplaði Peter augunum í gríð og erg, eins og hann tryði ekki allmennilega því sem hafði gerst. Svo datt hann rotaður fram fyrir sig.
Hilda gapti ,,VÁ! Tara þú þokkalega lamdir hann í kúk og klessu!!!” Tara trúði þessu ekki heldur ,,Hver andskotinn!” var það eina sem hún megnaði að segja. ,,Ég segi það með þér” var sagt fyrir aftan þær og þær snarsneru sér við. Fyrir aftan þær stóð Bjarney, umsjónakennarinn þeirra. ,,Gemmér fimm stelpa, hann vaknar ekki næsta klukkutímann” sagði þessi venjulega rólegi kennari. Svo bætti hún við: ,,Það hefur víst ýmsa kosti að vera varúlfur,” sagði hún glottandi. Bæði Tara og Hilda ráku upp stór augu.
,,Hvernig veist þú um það?” spurði Tara þegar hún hafði loksins fengið röddina aftur. ,,Teresa sagði mér. Svo gat ég mér til um það sjálf, eftir að úlfurinn beit þig. Enginn venjulegur úlfur er með svona stórar tennur!” sagði Bjarney og krosslagði handleggina. ,,Og hvað? ætlarðu að koma upp um okkur, eða hvað?” spurði Hilda hvöss. ,,Ó,nei, þú misskilur mig. Ég mundi aldrei segja neinum í ÞESSUM heimi frá ykkur, nei,nei það sem ég ættla að gera er að hjálpa ykkur. Það er að segja ef ég má.” sagði hún og leit á þær. Þetta allt saman kom svolítið flatt upp á stelpurnar. Númer eitt: það að hún skildi hafa fattað að Tara væri varúlfur, nr.2 að henni þætti frábært að Tara hefði rotað Peter, og loks nr.3, að Bjarney skildi hafa talað um aðra heima, en það var eitthvað sem ekki ætti að vera á allra vörum. ,,Hvernig þekkir þú Teresu?” spurði Hilda hana gáttuð. Bjarney brosti ,,Ég gleymdi víst að kinna mig almennilega. Bjarney Benaty, meðlimur í Werenty samtökunum og meðlimur í Panelydon-ráðinu. Ég kem frá Panelydon.” Hilda missti andlitið ,,ERT ÞÚ ÞAÐAN!!!” sagði hún allveg virkilega hissa ,, hvað er Paelydon” spurði Tara klumsa. Bjarney og Hilda litu órólegar í kringum sig ,,finnum stað þar sem er ekki hætta á að við verðum hleraðar” sagði Bjarney lágt.

Litlu seinna þegar þær sátu allar þrjár á háalofti skólans ákvað Tara að krefja þær tvær svara byrjaði Bjarney söguna ,,Paelydon er hinn heimurinn” sagði Bjarney alvarleg ,,bæði ég og Hilda komum þaðan. Það er aðeins ein leið til að komast þangað og það er í gegnum hliðin. Í Paelydon eru allar skepnur og furðuverurnar og álfar og goðin mega vita hvað fleira. Þar eru einnig dýr og slíkt sem fólk í þínum heimi hafði talið útdauð, eins og risaeðlur og þannig. Og dýr þar, hér og annarsstaðar eru meira en þau sýnast. Þau geta talað og eru ekki heimsk eða vitskert eins og flestir í þessum heimi halda frammi. Húsgögn geta meira að segja talað. En það er ekki þar með sagt að þau segi neitt á almannafæri.” ,,Ekki get ég nú sagt það” sagði rödd úr horni. Tara snarsneri sér við og það lá við að augun dyttu út úr hausnum á henni. Uppi á borði sat lítil mús og nagaði þura skorpu en hætti því þegar hún sá hversu mikið Tara glápti. ,,Veistu ekki hvað það er dónalegt að glápa,” sagði hún höst. Tara rankaði við sér. ,,Ha? Jú, fyrirgefðu” sagði hún klumsa. Hilda ætlaði að fara að segja eitthvað en hvað sem það nú var drukknaði það af afar háværu fótataki í stiganum og urgandi röddum sem minntu á dauða og grófan sandpappír. ,,Við vitum að þú ert þarna uppi Benaty,” sagði urgandi röddin ,,þú getur flúið en þú getur ekki falið þig. Bjarney og Hilda gripu andann á loft ,,Ormar,” hvíslaði Hilda skelfingu lostinn. Bjarney brást skjótt við, stökk á fætur og hljóp að múrveggnum. ,,Flítið ykkur” hvæsti hún að stelpunum og þær stukku á fætur og hlupu til hennar. Bjarney muldraði eitthvað með sér og fór að muldra eitthvað og andartaki skíðar heyrðist undarlegt hljóð og ekki ósvipað því þegar drullusokkur er dregin úr niðurfalli opnaðist hola í vegginn og þar sá út á skólalóðina fyrir neðan. ,,Hilda, þú fyrst” sagði Bjarney lágt. Tara horfði vantrúuð á Bjarney, áttu þar að stökkva niður af fimm hæða húsi niður á grjóthar malbyggið fyrir neðan. En Hilda var ekkert að tvínóna við hlutina heldur hoppaði út um gatið en í stað þess að hrapa og lenda með dynki á malbygginu og enda sem óþekkjanleg klessa hvarf hún um leið og hún stökk. Bjarney hvíslaði að henni að drífa sig en Tara hikaði. ,,Hvar lendi ég?” hvíslaði hún á móti. ,,Á öruggum stað” sagði Bjarney ,,drífðu þig nú” hvæsti hún. ,,Ef þú villt halda lífi.” Og Tara, sem ákvað með sjálfri sér að það væri betra að lenda einhverstaðar lengst úti í rassgati heldur en að deyja stökk út um gatið og hvarf sínum.

——
Núúúúið…