3.kafli.

Tara vaknaði við það að Hilda ýtti við henni, hún spratt upp þegar hún mundi hvað hafði gerst kvöldið áður. ,,Lít ég eðlilega út!!!???” ,,Mm, já, ég sé ekki betur en að þú sért orðin eðlileg.” Tara stundi. ,,Hver skrambinn, hvað í helv… gerðist eiginlega.” ,,Ekki spyrja mig… og þó, það er reyndar ein sem við getum spurt” sagði Hilda íbyggin. ,,Hver???” spurði Tara áköf. ,,Ég þekki stelpu sem býr í Osló, hún og langamma hennar eru nornir…” ,,Hvað meinarðu með nornir???” ,,Ég meina það sem ég segi” sagði Hilda grafalvarleg. ,,Þær eru og verða nornir. Hvort sem það er í yfirfærðri eða bókstaflegri merkingu.”
Það er ekki frá því að segja annað en að þær fengu far með pabba hennar Töru í Osló og heim til stelpunar sem hét víst Teresa.

Stuttu seinna bönkuðu þær upp á útidyrnar heima hjá Teresu. Kona, að giska um fertugt opnaði dyrnar ,,Hilda!!! hvað það er gott að sjá þig, við vissum reyndar að þú værir að koma. Komið inn, komið inn Teresa býður ykkar uppi risi.” Þegar þær voru á leiðinni upp stigann hvíslaði Tara ,, ég hélt að hún byggi með langömmu sinni?” ,,Og það gerir hún líka” svaraði Hilda.
,,En… er þessi kona ekki og ung til að geta verið langamma?” spurði Tara. ,, Nei,nei ætli hún sé ekki svona 100 ára, eða var það kannski 101…” sagði Hilda hugsi. Tara gapti ,,en mér sýndist hún vera…” Hilda kláraði setninguna ,,Fertug?“ ,,Ja, já.” ,Eins og ég sagði þér, þá er hún norn og þær lifa svo miklu lengur enn venjulegt fólk, samt ekki jafn lengi og álfar og dvergar” sagði Hilda og bankaði á hurðina sem þær stóðu nú frammi fyrir. Dyrnar opnuðust sjálfkrafa inn í frekar stórt risherbergi sem var fullt af kraumandi seiðpottum og flöskum og skrítnum jurtum og undarlegum hlutum. Stelpa með kolsvart,sítt hár og græn augu sat í stól og bætti hlutum út í einn pottinn og muldraði með sjálfri sér ,,Þrjú einhyrningshár, bein úr framfæti dreka, fjöður úr hægri væng griffins, blóðsuguauga…” Hilda ræskti sig og stelpan spratt upp ,,Hilda þú ert kominn og þú ert með varúlfinn með þér.” Tara roðnaði. Teresa mældi hana út ,,Jamm, svo þú ert Tara.” Hilda ræskti sig aftur.,,Teresa,við þurfum upplýsingar, upplýsingar um varúlfa. Tara varð, eins og þú kannski veist varúlfur í fyrsta sinn í gærkvöldi. Málið er að hún var ekki eins og ég hefði haldi alveg klikkuð og reyndi ekki að éta neinn eða bíta neinn eða eitthvað álíka. Hún var eiginlega bara eins og mennskur úlfur.”
,, Hmm, ég er alveg viss um að Tegundabókin var hérna einhverstaðar” sagði Teresa hugsi. ,,Ég skal hjálpa þér að leita að henni” sagði Hilda. ,,Gott, Tara getur þú fylgst með þessum potti og látið mig vita ef það byrjar að sjóða uppúr honum sagði hún og benti á pottinn sem hún hafði verið að bæta í áður” Tara kinkaði kolli og settist á stól. Þegar stelpurnar voru farnar fór hún að skoða sig um í herberginu. Hún ætlaði að taka upp skrautlega snáksstyttu þegar hún heyrði rödd segja ,,Ég mundi ekki snerta þetta, væri ég í þínum sporum." Tara hrökk við og leit í kringum sig það var enginn í herberginu nema hún og svartur köttur með gul augu. ,,Sagðir ÞÚ þetta!!!” kötturinn teygði úr sér og geispaði ,, hver annar?” Tara starði. Kötturinn hélt áfram ,,þessi snákur er lifandi og ef þú kemur of nálægt þá bítur hann, og mig minnir að móteitrið sé búið” sagði hann. ,,Tilhvers er hann?” spurði Tara, ennþá í hissukasti ,,ég veit ekki” kötturinn yppti öxlum (það er að segja ef kettir geta það þá) ,,fyrirtaks þjófavörn. Jæja, ungi varúlfur, allavegana, gættu þín sagði kötturinn og gekk út um dyrnar” Tara stóð enn eins og frosinn þegar stelpurnar komu aftur ,,Tara, er allt í lagi, þú lítur út eins og einhver hafi gefið þér kinnhest og þú sért ekki enn búin að fatta það” sagði Hilda. Tara svaraði ekki ,,Hittirðu Ganero?” spurði Teresa. ,,Ha?!?!?!” hváði Tara ,,Mmm hann er frændi minn, hann er hamskiptingur. Þetta er víst í fyrsta sinn sem þú hittir talandi kött.” Tara kinkaði kolli ,,ó, trúðu mér ALLT getur talað, það vilja bara ekki allir láta heyra í sér” sagði Teresa ,, en jæja, við fundum bókina” sagði hún og setti á borðið gríðarstóra bók með silfurfestingum. Skyndilega fann Tara til svima, Teresa tók greinilega eftir því og sagði ,, það er kannski best að þú komir ekki of nálægt bókinni, vegna silfursins” sagði hún og byrjaði að lesa varúlfapart bókarinnar.
,,Varúlfar verða til þegar varúlfur bítur manneskju eða þegar einhver á eða átti afa sem var varúlfur. Enginn veit hvernig upphaflegi varúlfurinn varð til en á hverju fulla tungli breytist sá eða sú sem hefur verið bitin, í varúlf. Í fyrsta skiptið breytist viðkomandi persóna bara að utanverðu og hefur fulla sjálfstjórn, en næstu skiptin breytist viðkomandi í hræðilegt skrímsli sem bítur og jafnvel drepur hverja einustu persónu sem hún sér. Varúlfar eru margfalt sterkar en venjulegt fólk og þeir eru aðeins hættulegir fólki en ekki dýrum. Aðeins ein leið er til að drepa varúlfa og það er með silfri. Til er töfradrykkur sem gerir varúlfa meinlausa og þeir halda alveg vitinu (sjá bókina Máttugustu töfradrykkirnir bls.483-489) .”


Teresa skellti aftur bókinni og leit á Töru ,,það vill svo til að ég á fullan pott svo ég ætti að geta sent þér fyrir hvert tungl” ,,En hvar á ég að vera á meðan, ég meina mamma og pabbi verða alveg band hringlandi biluð ef þau rekast á varúlf á rápi í húsinu” ,,Þú getur verið hjá mér” sagði Hilda ,,mamma og pabbi eru sjaldnast heima á kvöldin.” ,,Fínt þá er það klappað og klárt” sagði Teresa ,,ég ættla að láta ykkur hafa kústa svo að þið komist hjá því að brjóta lögin aftur.” Og þannig fór það að Hilda og Tara flugu í þetta skipti og án þess að brjóta löginn. Teresa hafði sagt að þær mættu eiga kústana svo þær gætu komið aftur í heimsókn. Þegar þær skildust fyrir ofan húsið hennar Hildar hugsaði Tara um hvað ótrúlega margt gæti gerst á rúmum sólarhring.
———————————
Jamm, þetta er svolítið stolið en þetta er bara spuni svo…
Enjoy:P

——
Núúúúið…




Bætt við 12. apríl 2007 - 17:46
Heyriði mig nú! Fjöldi lestra 25 og engin kommett!
Skamm, skamm!

——
Núúúúið…