Ok, hér er ég með langsótta kenningu.
Hvað ef Morzan er ekki faðir Eragons þó að það hafi verið sagt?
Þið munið kannski eftir því sem Angela sagði um örlög Broms. Þetta með að hann hafi elskað einhverja konu en það hafi valdið þeirri konu ógæfu.
Jú, ég hef á tilfiningunni að þetta skipti meira máli en hingað til hefur komið fram.
Hvað ef þessi kona hefur verið Selena, móðir Eragons? Hvað ef að þegar Brom og Jeod fóru að ná í eggið hafi hann og Selena hist og… ja, þið fattið.
Kannski var það ekki bara út af egginu sem Morzan og Brom slógust heldur líka út af Selenu.
Kannski var það þess vegna sem Brom fór til Carvahall, til að filgjast með krakkanum sínum, þarsem hann kom þangað sama ár og Eragon fæddist.
Þá passar það líka soldið. Ég meina, dreki Morzans var rauður einnig dreki Murthags.
Brom og Eragon hafa verið sagðir mjög líkir, með litinn á drekunum eins en örlögin allveg þveröfug.
Já, þetta er langdregið en sammt finnst mér þetta einhvernveginn líklegt.
——
-.-