Meyer ætlaði sér í upphafi ekki að gefa söguna um Bree Tanner út og alls ekki sem sérstaka bók. Hún byrjaði að skrifa hana þegar hún var að vinna við Eclipse til þess að fá betri sýn inn í nýju-vampírurnar sem kynntar eru til leiks og líf þeirra. Hún dútlaði við þessa sögu við og við og hugsaði sér að hafa hana í opinbera leiðarvísinum um Twilight, The Twilight Saga: The Official Guide. En saga Bree reyndist svo fyrirferðarmikil að handbókin hefði orðið á stærð við þykka orðabók hefði hún verið í henni. Þess vegna kemur hún út sem sér bók núna í júní en kvikmyndin byggð á Eclipse verður frumsýnd í lok júní í Bandaríkjunum. Leikstjóri myndarinnar, David Slade, og leikararnir sem fara með hlutverk Victoriu, Riley og Bree fengu öll að lesa sögu Bree til að fá betri innsýn inn í hlutverk sín. Ef marka má mynd á heimasíðu Stephenie Meyer leysti Jodelle Ferland, sem leikur Bree, sitt eintak upp í fötu fullri af vatni að lestri loknum, til að ekkert læki út um söguna, þ.e. söguefnið.
Bókin verður vitanlega til sölu í bókabúðum og á netinu en aðdáendum sem þegar hafa keypt fleiri bílfarma af bókum Meyer gefst kostur á að lesa hana frítt á sérstakri heimasíðu www.breetanner.com frá 7. júní til 5. júlí 2010. Einn dollar af söluverði fyrstu 1,5 milljón prentuðu eintakanna mun renna til neyðarhjálpar Bandaríska Rauða Krossins.
Heimildir:
Heimasíða Stepanie Meyer, http://www.stepheniemeyer.com/
Internet Movie Database, www.imdb.com
Þetta er mjög stutt grein (en hefði orðið heldur langur korkur) og líka gaman að fá einu sinni grein hér inn um nýjstu fréttir. Skömm reyndar að ég frétti þetta í gegnum Hugi/kvikmyndir.
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.