Eragon - Öll bókin í stuttu máli - Stór spoiler Eragon

Þetta er án efa stærsti spoiler sem ég hef skrifað. Ég mæli ALLS ekki með því að lesa þetta nema þú hafir lesið bókina, þetta er fínn úrdráttur og kanski fín upprifjun úr bókini en ég mæli ekki með því að lesa þetta ef þú hefur ekki lesið bókina Eragon fyrst. En þú um það, hér kemur þetta:



Eragon er í upphafi sögunar bara venjulegur sveitastrákur. Hann býr hjá frændum sínum á litlu sveitabýli í nokkuri fjarlægð frá bænum Carvahall. Eragon er líka veiðimaður, hann er fimur með boga og er einn af fáum sem að geta verið á hrygg án þess að hverfa. Enginn veit hvers vegna hryggur er svona hættulegur, fólk einfaldlega hverfur sporlaust. Þegar við byrjum söguna er Eragon á veiðum, hann er að elta vilt dýr þar hann hefur verið að rekja slóð þeirra í langann tíma. Þegar Eragon loksins finnur hjörðina, þá gerist undarlegur og yfirnáttúrulegur hlutur. Skært ljós og hálfgerð sprenging byrtist allt í einu, dýrin fælast og Eragon missir marks. Þar sem upptökin áttu sér stað var nú kominn stór steinn.

Eragon tekur steininn heim til sýn þar sem að Garrow, frændi Eragons telur að þeir ættu að reyna að selja steininn. En þegar uppi var staðið gat enginn keypt steininn eða fólk vildi það ekki. Um þessa tíma var mikill háski um landið og Úrgalar æstir út um allt, drepandi og með usla.

Þegar ekki var hægt að selja steininn hélt lífið einfaldlega áfram í nokkura stund. En nótt eina, þá vaknar Eragon við óhljóð, þau reynast vera frá steininum. Steinninn brotnar, sem átti að vera svo harður að ekkert gæti brotið hann. Úr steininum kom lítil vera, þetta hafði ekki verið steinn; þetta var egg. Drekaegg. Þegar Drekinn snertir Eragon fær hann sting og fær á hendina undarlegt merki, Gedwey Ignasia sem er merki drekariddarana.

Eragon verndar drekann og elur hann upp, og tengjst honum böndum sem að ættu ekki að vera möguleg milli Manns og Skepnu. Því drekar eru engar skepnur, þær eru viti bornar verur. Eragon ætlaði að halda drekanum leindum og segja frændum sínum frá honum seinna, þegar engar líkur væru á að þeir gæti reynt að losa sig við hann. Þetta átti að vera leyndarmál, en því miður geta sumir menn ekki haldið munninum á sér lokuðum. Stuttu eftir að Roran, yngri frændi Eragons og aðeins ári eldri en hann var farinn úr bænum til að vinna í myllu komu Illar verur til Carvahall. Slátrarirnn Sloan sagði verunum frá Steininum sem Eragon hafði verið með. Verurnar fara til býlisins þar sem Eragon og frændur hans eiga heima, og drepa næstum því Garrow.

Eragon reynir að bjarga frænda sínum og koma honum til Carvahall til að fá lækningu en nær því ekki og missir meðvitund. Hann vaknar svo heima hjá Geirþrúði, sem er hálfgerður læknir. Garrow hafði lifað af komu Verana, en hann var illa særður. Stuttu seinna deyr Garrow úr sárum sínum sem voru ólæknanleg. Eragon vill ekki þurfa að svara fyrir hvað gerðist og flýr bæjinn. En honum grunaði ekki að sagnaþulurinn Brom mundi standa fyrir honum og krefjast þess að slá með í för, Brom hafði komist að því að Eragon ætti dreka. Og væri þar af leiðandi drekariddari. Brom fær að koma með þar sem að hann hefur nokkura vitneskju eftir mörg ár af upplýsingaöflun og þekkti hann hverja einustu sögu drekariddarana.
Eragon hefur eitt í huga: að hefna dauða frænda síns. Og leggur upp í þá för að gera það. Brom fer með honum og þegar lengda líður á ferðina kemur margt í ljós um hinn gamla Brom. Hann virtist kunna mikið meira en venjulegur Sagnaþulur ætti að kunna. Brom hafði mikla þekkingu um töfra sem eru byggðir á þekkingu forntungunnar. Með hjálp Broms lærir Eragon að nota galdra, berjast, fræðimennsku, afdrif dreka og drekariddara, skynsemi og marga aðra hluti ítrarlega sem að enginn venjulegur maður ætti að kunna. Samkvæmt upplýsingum Broms þá voru verurnar sem höfðu drepið Garrow nefnar Rasakar.

Ferð Eragons og Broms er hættumikil. Þeir fara meðal annars í þorpið Yazuac þar sem þeir finna alla þorpsbúa dauða eftir heilmikla slátrun. Það hafði verið unnið af úrgölum, og þeir lenda í slag við úrgala sem höfðu orðið eftir. Brom er mikill bardagamaður er úrgalarnir beyta brögðum. Eragon er krófaður af og þá hafði Eragon enn enga vitneskju um galdrahæfileika sína, hann notar óvart galdra og drepur úrgalann. En það að nota galdra án þess að vera reyndur eða sterkur getur kostað mann lífið. Sem betur fer lifir hann það af.

Eftir langa ferð koma þeir í Teirm þar sem að Brom hittir gaman vin, Joed. Í sameiningu komast þeir að hvar líklegast er að finna Rasakana. Í Helgrindum, sem er óhugnalegur staður fyrir utan borgina Teirm.

Leið Eragon, Safíru og Broms liggur nú til Teirm. Þeir dveljast þar í stutta stund en þegar Brom og Eragon aðskyljast sitja Rasakanir fyrir honum svo Eragon og Brom verða að flýja borgina. Á endanum ná Rasakanir að finna þá. Hníf er hent í átt að Eragon en Brom stekkur fyrir hann. Rasakanir ætla að klára þá af en ör þýtur í gegnum loftið og hittir þá. Rasakanir hvefa á brott. Hjálpin reyndist vera frá ungum manni, Murtagh að nafni. En um nóttina deyr Brom úr sári sínu, en í ljós kemur að brom sem hafði kennt Eragon svo margt, var ekki bara sagnaþulur heldur drekariddari.

Eftir þennan missi halda Eragon, Safíra förini áfram og kemur Murtagh með þeim. Þeir fara í átt að Gilead. Þar er Eragon tekinn höndum og læstur í fangelsi, í sama fangelsi og álfkonan Arja er haldið fangini af Skugganum Durza.

Murtagh og Safíra bjarga Eragon og álfkonuni en sá flótti var ekki auðveldur, Skugginn kemur í veg fyrir þau en samt tekst þeim að sleppa eftir að skjóta ör milli augna hans. Vona má að það hafi orðið hans bani.

Arja hafði verið byrlað hættulegt eitur svo að Eragon og Murtagh fara langa vegalengd með það eitt í huga að komast til Varðana og fá aðstoð þeirra. Þeir fara yfir hættulegt land og í gegnum Hadarak eyðimörkina. Á endanum komast þeir til Bjarnarfjalla þar sem að verðirnir hafa aðsetur. En flokkur úrgala eltir þá og engu munar að þeir væri drepnir eins og litlar flugur, því úrgalarnir sem að eltu þá voru Knasar sem eru úragalar af harðgerustu gerð.

Þegar til varðana er komið er Murtagh handtekinn þar sem í ljós kom að hann var sonur Morzans, einn af hinum eyðsvörnu, sem höfðu gengið í lið með Konunginum illa Galbatorix og svikið drekariddarana. Sjálfur var Murtagh saklaus af öllu því sem kom að því máli en enginn vildi taka áhættuna að láta hann ganga lausann um.

Leiðtogi varðana hann Ajihad tekur Eragon og Safíru opnum örmum og bíður þeim að hvílast. En sú hvíld varir ekki lengi því Stór úrgalaher stefnir á verðina og litlar vonir eru á sigri.

Eftir stórtækann undirbúning fyrir stríð koma þúsundir úrgala og með þeim í för er enginn annar en Skugginn Durza sem er greinilega ekki auðdrepinn. Eragon þarf að berjast við Skuggann Durza og Eragon finnur að Skugginn getur léttilega ráðið við hann. Þegar öll von er úti þá kemur Arja á Safíru og truflar skuggann, Eragon nýtir tækifærið og tekur yfir huga skuggans og rekur sverð sitt í hjarta hans.

Eragon hlýtur alvarlegt sár og fellur í yfirlið og vaknar ekki fyrr en mörgum dögum seinna. Verðirnir höfðu unnið þennan bardaga. En Sagan um Drekariddarann Eragon er rétt að byrja.


Í Framhaldi þessara bókar eru bækurnar:

Eragon – Öldungurinn ( The Eldest )
Eragon – Brísingur ( Brisingr )
Eragon – Óútgefin og ónefnd

Bækurnar um Eragon eru eftir Christopher Paolini.