Sælir ævintýrabókmenntistar,
Fyrir rúmri viku skrifaði Ameza einstaklega góða grein um Garth Nix. Þar talaði hún um bækurnar hans, þ.á m. Abhorsen trilogíuna. Ég vildi bæta við smá lýsingum á heimi Abhorsen bókanna til að reyna að fjölga hugurum sem lesa þær aðeins upp úr þeim þremur sem ég veit um. So here goes.
Best er líklega að byrja á dauðanum. Í stuttu máli sagt er dauðinn á. Í ánni eru níu ‚hlutar‘ sem hver rennur í þann næsta. Á milli hluta eru ‚hlið‘ sem í raun eru mismunandi fossar. Þegar fólk deyr fer ‚sál‘ þess inn í dauðann og byrjar á fyrsta hluta árinnar. Markmið flestra sála er að komast í gegnum níunda hliðið og vera þar með dáinn að eilífu. Eins og kom fram í grein Ameza eru nefninlega til seiðskrattar (necromancer) í gamla konungsríkinu, eins og landið heitir, sem taka sálir framliðinna aftur úr dauðanum til að stjórna líkum annarra manneskja. Fyrsti hluti dauðans er grunnur, straumþungur en rólegur og reynir eftir bestu ‚getu‘ að fá sálir þeirra látnu til að leifa sér að hrífa sig alla leið niður að níunda hliðinu. Fyrsta hliðið er yfirborðskenndur foss. Annar hlutinn er alveg eins og sá fyrsti fyrir utan það að á botninum eru holur sem geta orsakað það að maður missir fótfestu og straumurinn tekur mann. Nú man ég ekki afganginn af dauðanum og endilega bætið því við ef þið munið hvernig hann er.
Annar hlutur sem einkennir gamla konungsríkið eru galdrar. Til eru tvær tegundir galdra: Frjálsir galdrar og merkjabundnir galdrar nefndir ‚charter magic‘. Frjálsir galdrar eru reglulausir og geta hrifið mann með straumnum. Vanalega eru galdrarnir framkallaðir með þulum annað en charter galdrar sem eru bundnir ‚charter marks‘ og eru mun öruggari. Fyrir nú utan það að vera löglegir, sem frjálsir galdrar eru ekki. Flestir galdramenn nota charter galdra að undanskyldum seiðskröttum sem nota þá frjálsu og eru þar með ólöglegir. Allir nema Abhorsen sem er í raun seiðskratti en vinnur gegn öðrum dauðum og ‚frjálsum‘ hlutum, öfugt við aðra seiðskratta.
Veit ekki hvort einhver skilji nokkuð af þessu en ég vona að þetta veki áhuga hugara á þessum bókum.
Ef þið viljið bæta einhverju við, endilega gerið það hér fyrir neðan.