
Ég tek það fram að sumar spurningar hér eru hálfgerðir spoilerar!
Spurningarnar:
Hvernig tjá drekar sig við riddara sína? ( 1 stig )
Hvar eru heimkynni álfanna? ( 1 stig )
Hvað þíðir Farthen Dur? ( 1 stig )
Við hvaða bæ ólst Eragon upp? ( 1 stig )
Hver er Roran? ( 1 stig )
Hver drepur skuggann Durza? ( 1 stig )
Af hvaða kynstofni er Orik? ( 1 stig )
Hvað er varköttur og hvað geta þeir gert? ( 1 stig )
Hvernig er dreki Galbatorix á litinn? ( 1 stig )
Hvaða kynstofn réð yfir borginni Ilirea og hvað er nafn hennar nú? ( 1 stig )
Hvað hét fyrsti drekariddarinn? ( 1 stig )
Af hverju var Palancar konungur rekinn í útlegð? ( 1 stig )
Hver er Oromis? ( 1 stig )
Gefðu dæmi um 2 algengustu viðurnefni Eragons. ( 1 stig )
Hvað einkennir dreka frá skeppnum. ( 1 stig )
Eragon verður ástfanginn, í hverri? ( 1 stig )
Hve margar er planað að Eragon bækurnar verði? ( 1 stig)
Sumir munu eflaust fara létt með spurningarnar, en ég vona bara að þið hafið gaman af þessu. Ef þið sjáið eitthvað sem er augljóslega vitlaust og meikar engann sense, látið mig þá vita.
Seinasti skiladagur með svörum er fyrir miðnæti 30 Nóvember!