Artemis Fowl - Trivia 1 - Svör Þá er ég búnn að fara yfir triviuna og kom þetta ágætlega út. Svona var staðan í lok triviunnar:

Pikknikk: 20,5 stig Sem sigurvegari
Morgothal: 20 stig
Billythewerewolf: 19,5 stig
Gunni94: 15,5 stig
CprsHI: 14,5 stig
Jolamadurinn: 11,5 stig
Nonni06: 9 stig
THT3000: 7,5 stig
Prinzess: 4 stig

Og hér eru svörin:

Hvað heitir höfundur Artemis Fowl bókanna? (1 stig)
-Eoin Colfer

Hver þýddi Artemis Fowl bækurnar yfir á íslensku? ( 1 stig)
-Guðni Kolbeinsson

Hve margar eru bækurnar um Artemis Fowl í dag? (1 stig)
-5

Hver rændi föður Artemis Fowl? (1 stig)
-Rússneska mafían

Af hvaða tegund hulduvera er Snykur Grafan? (1 stig)
-Dvergur

Hvernig er munnvatn dverga sérstakt? , nefndu 2 dæmi. (1 stig)
-Við snertingu við andrúmsloft verður það hart og það lýsir.

Hvernig eru augu Holly Short á litin? (1 stig)
-brún (Gaf líka rétt fyrir það svar þar sem augu Holly og Artemis mixast)

Hvað er seiðskratti? (1 stig)
-Ári

Hverjum má þakka að menn hafa ekki fundið heim hulduveranna? (1 stig)
-Eyk, sem er kentár

Hvaða orð nota hulduverur oft til að blóta þegar mikið liggur við? (1 stig)
- D’arvit

Hvað var Artemis Fowl gamall þegar honum tókst að stela Hulduþjófinum? (1 stig)
-14 ára (og 3 mánaða, gaf rétt fyrir 14 ára)

Í hvaða skóla gengur Artemis Fowl í? (1 stig)
- St. Bartleby skólinn

Hvaða gælunafn notar móðir Artemis Fowl á hann? (1 stig)
-Arty

Hvernig tækni er notuð í C-Teninginn? (1 stig)
-Álfatækni

Bónus spurningar:

Hvað heita allar bækurnar um Artemis Fowl? (2,5 stig)
-Artemis Fowl- Samsærið(The artic incident) - Læsti teningurinn(The Eternity code) – Blekkingin(And the Opal Deception) – Eyjan týnda(And the last colony) – Svo mun 6 bókin koma, The time paradox ( ekki var nauðsynlegt að segja frá 6 bókinni).

Hvað er fullt nafn Lífvarðar Artemis Fowl? (2 stig)
-Domovoi Butler

Hver margir í heiminum eru sterkari en maðurinn Butler og hvað einkennir þá?
-2, annar þeirra eru skyldur Butler og hinn eyðir deginum í að berja kókoshnetur og hugleiðslu á eyju í kínahafinu.



Ef þið hafið einhverjar ábendingar um villur þá látið vita.

Takk fyrir þáttökuna.

Möguleiki er fyrir hendi að ég geri aðra Triviu seinna.