hér sendi ég Bókmenntaritgerðina mína um eragon. ég man sáralítið hvað ég skrifaði því ég er ello búin að lesa þetta yfir í alveg ár :S en allavegana. Njótið vel.

Inngangur:

Ástæðan fyrir því að ég að áhvað að lesa bókina Eragon var sú að ég hafði heirt mikið um hana og bjóst alveg við því að hún yrði mjög spennandi sem hún var, og að ég yrði fljót að lesa hana en vegna tímaleysiss var ég nú samt frekar lengi að því. Mig hlakkar mikið til að lesa næstu bók í flokknum en hún heitir öldungurinn.

Ég byrjaði á því að fjalla stuttlega um höfundinn síðan bókina sjálfa og loks fræðilega kaflann en hann er hálfgert samansafn af upplýsingum úr bókinni og svo hausnum á mer.

Christopher Paolini

Höfundurinn Christopher Paolini var 15 ára þegar hann skrifaði söguna og var um það bil að ljúka menntaskólanámi. Hann hefur alla tíð verið mjög hrifinn af ævintýrum og vísindaskáldssögum og varð þessi hrifning varð til þess að hann skrifaði söguna um Eragon.

Bókin

Bókin fjallar um strák sem ber nafnið Eragon. Eragon var fimmtán ára þegar hann labbaði fram á blán fallegan stein eða hann hélt að það væri steinn þangað til hann vaknaði upp við það að dreki væri að klekjast út úr honum. Síðar komst hann að því að hann hafði rekist á forna arfleið drekariddaranna sem voru næstum jafn gamlir sjálfu veldinu. Hann neiðist til að flýja að heiman vegna þess að hætturnar eru á eftir honum hann ferðast um háskalegar slóðir og fæst við hætturlega óvini sem stjórnað er af Galbatorix konungi veldisins. Eragon lendir í mörgum ævintýrum og áhveður loks að leita af vörðunum verðirnir eru menn sem berjast á móti veldinu og higgja á stríð við það. Eragon bjargar álfamey sem vísar honum til varðanna svo hún geti fengið móteitur og barist gegn dauðanum. Eragon finnur þessa verði og þarf að berjast með þeim við svokallaða úrgala.

Fræðilegur Kafli

Sagan er þannig uppbyggð að í fyrsta kafla er t.d verið að segja frá einhverju sem gerist á sama tíma en á öðrum stað og í kafla 2. En eftir það er bara verið að tala um það sem er að gerast akkurat á þeirri blaðsíðu sem maður er að lesa en samt er verið að segja alltaf áhveðna sögu og í raun er verið að segja alltaf smám saman það sem gerist áður en Eragon kemur til sögunnar..
Það er ekki beint gefið til kynna hvenar sagan gerist en af ýmsum atriðum má ráða að þetta sé allt mjög gamalt, tíminn minnir svolitið á hringadróttinssögu vegna umhverfis og ýmissa starfa s.s slátrarar, járnssmiðir og millumenn þetta eru störf sem eru vandfundin í nútímanum. Nöfnin eru líka mjög sérstök jafnvel þótt þau séu útlensk. Aðalsöguhetjurnar heita Eragon og Safíra, Eragon er 15 ára strákur sem býr hjá frænda sínum og sini hans. Eragon vissi ekkert hver faðir hans var en Mamma hans hafði skilið hann eftir hjá frænda sínum og frænku þegar hann var lítill. En nú var frænka hans dáinn svo þeir voru bara 3 eftir Eragon, Garrow og Roran. Garrow lést eftir að svokallaðir Rakksakkar réðust á heimili þeirra í leit af Safíru. En stuttu áður hafði Roan farið að heimann og byrjað að vinna hjá malaranum í Þernisfuru sem var skamt frá Cavahall. Safíra var drekaungi Eragon fann egg hennar liggjandi á stað sem nefnist Hryggur og er hinumeginn (ef svo má segja) við plancadal (dalinn sem Eragon á heima í) í Alagesíu. Eragon var á leiðinni að fara að selja egg Safíru .þegar hún klaktist út. Og Eragon fékk merki drekariddaranna í lófan. Eragon og Safíra gátu talað saman inn í höfði hvors annar og stundum tengdust hugir þeirra. Þau gátu sent hvort öðru myndir af stöðunum sem þau voru á bara í gegnum hugsanalestur.
Broom var gamall sagnarþulur sem bjó í Cavahall og fylgdi Eragon eftir þegar hann var flúinn hann gaf Eragon sverð sem nefnt var Sarrok og kenndi honum ýmisslegt eins og t.d að berjast og beita töfrum. Broom lést rétt eftir að Raksakkarnir réðust að þeim þegar þeir voru að njósna um þá rétt fyirir utan Dras Leona. Rétt áður en að Broom lést þá bað hann Eragon um að hella víni yfir hendur sínar til þess að hreinsa þær þegar hendur hans voru orðnar hreinar þá sást silfurlitað merki á hendi hans. Merki drekariddaranna Broom hafði verið drekariddari.
Murtagh var sonur Mozan sem hafði svikið drekariddarana í hendur Galbatorix. En Murtagh hafði aldrei þolað pabba sinn og hafði flúið að heiman vegna þess að Galbatorix var að reyna að nota hann. Murtagh hafði komið Eragon og Broom til bjargar þegar raksakkarnir höfðu ráðist á þá. Og þegar Broom var dáinn varð Murthagun samferðar maður Eragons jafnvel þótt hann forðaðist bæði veldið og verðina eins og heitan eldinn. En Murtagh neiddist víst til að fara með Eragon til varðanna vegna þess að það var engin undakomuleið önnur en að deyja. Pabbi Murtagh var maðurinn sem hafði átt Sarrok áður en Broom hafði átt það og Broom hafði stolið því að líki hans rétt eftir að hann hafði drepið Morzan.

Í sögunni er talað voðalega mikið um dali, eiðimerkur og fjöll, allt þetta blandast saman ásamt söguþræði og verður ein stór skemmtileg saga þar sem skynssemi og hugrekki skipta megin máli.

.
ég vil skoðannir engin skítköst takk.
“þú mátt alveg hafa þína skoðun en mundu bara að þín skoðun er röng.”