Philip Pullman er breskur rithöfundur sem hefur skrifað margar bækur, einkum barnabækur en líka fantasíubækur fyrir fullorðna. Vinsælasta bókin hans
er Myrkraefnaþríleikurinn sem samanstendur af bókunum Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skugga sjónaukinn. Þær fjalla um ævintýri Lýru og fylgjunnar
Pantalæmons í ýmsum undarlegum heimum.
Philip Pullman fæddist 19.október árið 1946. Foreldrar hans voru Audrey Evelyn Merrifield og Alfred Outram, flugmaður konunglega flughersins. Alfred
dó í flugslysi þegar Philip var aðeins 7 ára, eða árið 1953. Móðir hans giftist aftur og flutti með Philip til Ástralíu. Þar vaknaði áhugi hans á
myndasögubókum eins og Superman og Batman. Árið 1957 útskrifaðist hann úr Ysgol Ardudwy skólanum í Harlech. Eftir það fór hann að búa hjá afa sínum í Norfolk
þar sem hann kynntist ljóðinu Paradise Lost eftir John Milton sem átti eftir að verða mikill innblástur að Myrkaefnaþríleiknum. Árið 1968 útskrifaðist hann úr
Exeter College, Oxford með þriðju gráðu BA próf. Hann uppgötvaði verk William Blakes í kringum 1970 sem átti einnig eftir að verða mikill innblástur fyrir
verk hans.
Philip giftist Judith Speller árið 1970 og eftir það byrjaði hann að skrifta skólaleikrit og kenna börnum. Fyrsta verkið sem hann gaf út var The Haunted Storm.
Galatea fylgdi eftir árið 1978 og fyrsta barnabókin, Count Karlstein árið 1982. Þegar The Ruby in the Smoke varð vinsæl hætti hann kennslu á tímabili. Hann
kenndi á tímabili í Westminster háskóla, Oxford milli 1988 og 1996 en hélt áfram að skrifa barnabækur. Hann byrjaði á His Dark Materials eða Myrkraefnaþríleiknum
í kringum 1993. Northen Lights eða Gyllti áttavitinn eins og hún var skírð í Bandaríkjunum kom út árið 1996 og vann Carnegie medalíuna, virtustu barnafantasíu
verðlaun Bretlands. Pullman hefur verið að skrifa linnulaust frá 1996 og skrifar einnig greinar í The Guardian og heldur fyrirlestra. Hann hefur skrifað ýmsar
smásögur, meðal annars Clockwork, All Wound Up og I Was A Rat!
Philip hefur gefið út Lyra's Oxford sem er bók hliðstæð við His Dark Materials heiminn og inngangur að The Book Of Dust sem hann vinnur að í augnablikinu.
Heimildir:
http://www.philip-pullman.com/
Wikipedia