Þessa ritgerð gerði ég en ég átti að gera hana fyrir skólann. Ég var 2 daga og þetta er fyrsta greinin mín :)
Bókin Eragon er eftir Cristhopher Paolini. Hann byrjaði á bókinni aðeins 15 ára og þá nýbúinn með grunnskólann. Guðni Kolbeinsson þýddi hana. Hún var gefin út á Íslandi 2005 en Prentsmiðjan Oddi prentaði hana. Bókin er sú fyrsta í röðinni en þær verða alls 3; Eragon, Öldungurinn og Arfleiðin
Eragon –fimmtán ára sveitapiltur- finnur spegilgljáan dökkbláan stein þegar hann er að veiða upp á fjallakeðjunni Hryggur. Hann kemst seinna að því að þetta er drekaegg þegar það klekst fyrir hann og að hann verði drekariddari en þeir vernduðu landið gegn árásum en veldi þeirra hafði hrunið fyrir löngu en nú voru aðeins örfáir drekariddarar eftir. Hann flýr burt frá Palancardal en þar hefur hann alltaf búið. Hann flýr með drekann sinn og Brom, gömlum karli sem í raun var drekariddari en dreki hans drapst. Þeir verða ofsóttir af hermönnum Galbatorixar en Galbatorix stjórnar Alagesíu með harðri hendi. Og upphefst langt og viðburðarríkt ferðalag um Alagesíu og finna þeir bandamann, Murtagh, sem hjálpar þeim vel og lengi. En Brom verður myrtur af flugumönnum Galbatorixar og Eragon ákveður að ganga í lið með Vörðunum, uppreisnarhóp og erkióvinir Galbatorixar. Þeir frelsa álfinn Örju sem vísar þeim leiðina að fylgsni Varðanna. Þá hefst æsingareltingarleikur en Eragon, Murtagh, drekinn Safíra og Arja eru elt af úrvalshermönnum Galbatorixar, Knasa. Þau fara 600 km á einni viku og loks finna þau fylgsni Varðanna ogVerðirnir drepa Knasanna. Þá fara þau til höfuðborgar Varðanna, Farhen Dur og Eragon ræðir við Konung og marga aðra. En svo ræðst her Galbatorix á Farthen Dur en þegar Verðirnir virðast yfirbugaðir þá drepur Eragon Durza, leiðtoga hersins og bjargar Vörðunum frá tortrýmingu. Við lok bókarinnar ákveða Eragon og Safíra að fá þjálfun hjá álfunum.
Bókin er nokkurs konar blanda af Lord of the Rings og Harry Potter. Höfundinum tekst vel við verkið og greinilega góður höfundur á ferðinni og hann var aðeins 18 ára þegar hann lauk við bókina. Hann notar tíma miðaldanna til hliðasjónar við gerð bókarinnar og hann notaði stórfenglegt útsýnið heima hjá sér í Montana sem fyrirmynd að Alagesíu. Hann lýsir valdi einræðisherra og hvernig þeir nota það og líka valdi mótherjanna. Hann lýsir ferðalagi Eragons og Brom vel og skemmtilega og notar fegurð náttúrunnar óspart í lýsingum í bókinni.
Eragon er að sjálfsögðu aðalpersóna bókarinnar. Eragon er 15 ára sveitapiltur og nýskriðinn úr hreiðrinu. Hann er stoltur og þykir vænt um heimahaga sína og góður að veiða dýr. Fötin hans eru snjáð af erfiðisvinnu. Safíra er kvendreki og síðasti kvendrekinn. Hún er örugg með sig og vitur. Hún er dökkblá og falleg og sterk og flýgur vel. Hún og Eragon eru bundin sterkum böndum, þeim þykir vænt um hvort annað og geta talað saman með huganum. Brom er svolítið dapur vegna þess að drekinn hans dó og hefur aldrei jafnað sig á missinum. Hann er miðlungsgamall og er lærismeistari Eragons. Murtagh er 22 ára og hraustlegur og stríðsfimur. Hann er svarthærður og með stærðarinnar ör á bakinu eftir að sverði hafði verið kastað á hann. Hann og Eragon voru góðir vinir og í 2 bók kemur í ljós að Eragon og Murtagh eru bræður. Arja er álfur og mjög falleg en Eragon er ástfanginn af henni. Hún er álfaprinsessa og vitur mjög og stríðsfim.
Sagan gerist í Alagesíu. Nyrst í Alagesíu liggur Du Werdenwarden skógur og þar búa álfarnir en þeir halda sér einangruðum og fáum öðrum en álfum er hleypt inní skóginn. Syðst liggja hin háu og miklu Bjarnafjöll en þar dvelja Dvergarnir og Verðirnir. Veldi Galbatorixar er öll vesturströndin og þar í kring og langt inní hina Miklu Hadarak-eyðimörkina sem þekur stóran hluta miðjunnar á Alagesíu. Í suðri er hið litla ríki Súrda en það er á móti Galbatorix. Stærsta borg Galbatorixar heitir Úruban. Stærsta borg álfanna heitir Ellesméra og stærsta borg dverganna heitir Farthen Dur. Fólkið í Alagesíu er harðgert og hefur þurft að þola margt og þegar fólkið heyrir að nýr drekariddari hefur komið fram þá vilja þau ólm losna við harðstjórn Galbatorix og ganga í lið Varðanna og bandamanna þeirra.
Lokaorð.
Höfundurinn notar óheflað ímyndunaraflið og honum ferst það vel úr hendi. Það eru nokkur valdarán í bókinni og hann lýsir vel ferli þeirra og viðbrögðum fólks við þeim. Ljóst er að höfundurinn hefuur eytt miklum tíma í bókina og er hún vel unnin og gaman að lesa hana. Fullorðinn rithöfundur hefði ekki skrifað bókina eins vel og Cristhopher, en þó höfðar bókin til breiðs aldurshóps. Það sem ég hefði breytt er að það er sama hversu mikið Eragon æfir sig og þjálfast, hann tapar fyrir verðugum andstæðingum. En ég gef bókinni tvímælalaust 10 í einkunn og hlakka til þegar 3 bókin kemur út en 2 bókin kom út á Íslandi 2006