Wheel of Time Wheel of Time eru bókaflokkur eftir Robert Jordan. Fyrsta bókin kom út árið 1990 og Jordan er enn að skrifa.

Nafn bókaflokksins vísar í gang heimsins sem bækurnar gerast í. Þar er kenningin sú að tíminn gangi í hringi og snúist sem hjól. Hann ferðist eftir vissum vef atburða, en ef einni ákvörðun er breytt þá hefur það keðjuverkun. Hver einstaklingur er endurfæddur þegar að fyrra líf hans er löngu gleymt með tímanum. T.d. ef að e-r konungur sem er mikið þekktur deyr, þá er það ekki fyrr en hann er orðinn að goðsögn eða hreinlega gleymdur sem hann endurfæðist sem ný manneskja. Eða eins og segir í inngangi bókanna:

“The Wheel of Time turns, and Ages come and pass, leaving memories that become legend. Legend fades to myth, and even myth is long forgotten when the Age that gave birth to it comes again.”


Fyrsta bókin heitir Eye of the World og þar segir frá litlu sveitaþorpi á útjaðri ríkisins Andor. Íbúar þess eru sjálfum sér nógir og vanir hinu rólega sveitalífi. Þeir heyra miklar og merkar sögur af furðuverum og göldrum en taka ekki mark á þeim fremur en nokkru öðru ævintýri. Heimurinn fyrir utan þeirra sveit er hins vegar allt öðruvísi en flestir íbúanna geta gert sér í hugarlund og þessi verndaða tilvera þeirra fer í mola þegar að veröldin og öll þau ævintýri sem hún hefur að bjóða bankar upp á.

Bækurnar fjalla um hóp ungs fólks í heimi sem er að rifna á saumunum. Við fylgjumst með mörgum mismunandi persónum og sumum hverjum þroskast úr óupplýstum krökkum yfir í lífsreynt og sjálfsöruggt fullorðið fólk.

Meginþemað er, eins og í svo mörgum ævintýrum; barátta góðs og ills, en mér finnst þessar bækur hafa eitthvern sérstakan blæ sem vantar í margar aðrar. Sagan er flókin og fléttast í kring um margar þjóðir og menningarheima. Manni leiðist ekki ein blaðsíða þar sem að skipt er á milli sjónarhorna milli kafla. Stundum er ein af aðalpersónunum að segja frá, en næst gæti verið skipt yfir í sjónarhorn Konunga eða jafnvel háttsettra aðila meðal þess illa í bókunum.

Ferðast er með karakterunum víðs vegar um heim Wheel of Time, hóparnir tvístrast og ferðast heimshorna á milli. Hvert þeirra öðlast nýja sýn á allt og mörg hver uppgötva hluti sem þau vissu ekki um sjálf sig og rísa sífellt hærra hvað varðar virðingu, afl og völd gegnum bækurnar.

Þetta eru vel skrifaðar ævintýrabókmenntir sem hafa hreinlega allt sem til þarf. Glæsilega upp byggðar og halda mér límdri í gegn um hverja bók.

Ég mæli svo sannarlega með þeim :)

1. The Eye of the World
2. The Great Hunt
3. The Dragon Reborn
4. The Shadow Rising
5. Fires of Heaven
6. Lord of Chaos
7. A Crown of Swords
8. The Path of Daggers
9. Winter's Heart
10. Crossroads of Twilight
11. Knife of Dreams
12. A Memory of Light
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'