Roran sonur Garrows
Roran sonur Garrows er frændi Eragons og sá vinur sem Eragon treystir mest, fyrir utan Safíru. Báðir lifðu þeir fyrir utan þorpið Carvahall þangað til atburðir sem sagt er frá í bókunum Eragon og Eldest skildu þá að, þar sem Roran varð óopinber leiðtogi fólksins frá Carvahall á meðan Eragon fór á vit ævintýranna með drekanum sínum og félaga Safíru. Roran er yfir sig ástfanginn af Katrínu, dóttur þorps slátraranum Sloan. Það samband spilar mun stærra hlutverki í seinni bókinni en þeirri fyrri. Snemma í bókinni Eragon fer hann frá Carvahall til að vinna sem aðstoðarmaður malarans í Þyrinsfyrði.
Þegar honum bárust þau tíðindi að faðir hans hafði verið myrtur, bílið sem hann ólst upp á eyðilagt og að frændi hans, Eragon, hefur flúið, snýr Roran aftur til Carvahall. Hann hafði upphaflega yfirgefið Carvahall til þess að eignast nógu mikinn pening til að biðla Katrínu, en faðir hennar var á móti því sambandi. Þegar hann snýr aftur bíða Rorans margar ákvarðanir. Valmöguleikar hans eru hins vegar takmarkaðir til muna þegar Razakkar og hópur hermanna Veldisins taka yfir þorpið í leit að honum.
Samstundis hleypur Roran í felur og finnur hann sér felustað í hinum háskalega fjallgarði “Hryggnum”. Hins vegar þegar annar þorpsbúi, Quimby, er myrtur af einum hermanninum ákveður Roran að hann þurfi að gera eitthvað. Hann fer aftur niður í þorpið og hjálpar við að leiða reiða þorpsbúa í uppreisn. Roran og hópur fólks úr þorpinu, meðal annars Nolfavrell, sonur Quimby, ráðast á búðir Razakkanna og hermannanna. Þegar hermenn veldisins hafa flúið í skjól nota þorpsbúar dýrmætann tímann til að byggja upp varnir fyrir annars varnarlaust þorpið.
Á meðan þessu stendur biður Roran Katrínu að giftast sér, og samþykkir hún þrátt fyrir að leyfi föður hennar hafi ekki verið fengið. Stuttu síðar kemst Sloan, faðir Katrínar, að því að dóttir hans neitar að gera eins og hann hefur skipað henni, nefnilega að forðast Hrygg, en það var einmitt undir rótum fjallgarðsins mikla, við foss einn, að eiginkona hans og móðir Katrínu dó. Verður hann reiður og ekki bætir það úr skák að Roran tilkynnir trúlofun hans og Katrínar, og stormar Sloan út í versta skapi, og skilur þannig eftir dóttur sína sem varð algjörlega eyðilögð. Næstu nótt er Katrínu rænt í árás Razakkanna þar sem hún liggur við hlið Rorans, og kemst Roran að því þegar hann eltir þá að búðum þeirra að Sloan hefur svikið hann og allt þorpið, og verður vitni að því þegar burðardýr Razakkanna numa þau á brott. Í sorg sinni heyrir hann þó um aðstoð sem hermönnunum er að berast og að með þessari aðstoð muni þeim takast að jafna þorpið við jörðu. Roran er sterklega minntur á það að það var hanns sök að ráðist var á þorpið. Razakkarnir höfðu aðeins viljað hann, en nú myndu þeir ráðast á allt þorpið og sennilega drepa alla sem þar byggju.
Roran lærir þá að sameina löngun hans til að bjarga Katrínu og skuldbyndingu hans til að bjarga þorpsbúum, því að margir þeirra kenna Rorani um allt þeirra ólan, og má þá helst nefna eiginkonu Quimby. Í áhrifamikilli ræðu sannfærir hann flesta þorpsbúa að fylgja sér í hættuför til Surdu, en það er eina ríki manna sem opinberlega stendur á móti Veldi Galbatorix.
Roran og félagar hans ná þeim áfanga að komast alla leið til borgarinnar Teirm eftir erfiða ferð yfir Hrygg og svo á aðeins þremur bátum sigla langa leið á sjó. Þar hitta þeir kaupmanninn Jeod, sem Eragon og sagnaþulurinn Brom hittu þegar þeir áttu leið gegn um borgina. Jeod segir Roran að Eragon, Brom og Safíra hafi einnig komið til hans. Þegar Roran spyr Jeod hver Safíra sé útskýrir kaupmaðurinn að Eragon sé Dreka riddari. Roran er efins fyrst, en sannfærist þó nánast að lokum, með tregðu þó! Eftir að hafa hitt Jeod og ákveða að hann sé traustsins verður ákveða Roran og hinir þorpsbúarnir að stela stærsta flaggskipi hafnarinnar og reyna að sigla því til Surdu.
Þegar þeir sigla skipinu “Drekavængur” eru þorpsbúar eltir af skipum Veldisins. Roran sannfærir Jeod og skipstjórann að sigla fram hjá “Auga göltsins” (the Boar's Eye ), risastór hringiða sem sýgur til sín hvaða skip sem dirfist að sigla nálægt því. Ferðin fram hjá auganu reinir mikið á bæði skip og þorpsbúa, sem hjálpa til með því að róa árunum eins og þeir gátu, því að þarna átti máltakið “eins og lífið liggi við” vissulega við, og með samvinnu tókst þeim að komast fram hjá þessari miklu ógn, og eru þá staddir við strendur Surdu.
Rorani og þorpsbúum er heilsað með stríði við endan á þessari miklu svaðilför. Bardagi brennandi sléttunar (#The burning planes#)stóð sem hæst á milli sameinaðra hera Surdu og Varðanna, og hins vegar Veldisins. Þegar Roran nálgast mætir honum enginn annar er Eragon, sem var nálægt því að eyða skipinu áður en hann áttaði sig á því að þarna var staddur frændi hans og allt hans lið. Þrátt fyrir skipanir Eragons um að halda sig um borð Drekavængsins yfirgefur Roran skipið og drepur hina illu tvíbura, sem voru tveir öflugustu galdrameistarar Varðanna (fyrir utan Eragon og Örju) áður en þeir sviku þá, með hamri sem hann hafði fengið frá járnsmiðnum Horst. Eftir bardagann hittir hann Eragon aftur og eru þeir þá loksins saman á ný, eftir margra mánaða fjarveru. Roran gengur uppað Eragon og kílir hann beint í andlitið og fær þannig loksins útrás fyrir alla reiðina og hatrið sem hann hafði beint í garð Eragons fyrir að yfirgefa föður hans á banabeði og allt þorpið. Roran krefst þess að Eragon hjálpi honum að bjarga Katrínu þar sem það var nú hans sök að miklu leiti að henni var rænt, og endar bókin á því að þeir eru að sættast.
Þá er ekkert að gera nema bíða eftir næstu bók, sem verður jafnframt sú síðasta í þríleiknum, og sjá hvað verður um hann Roran :D
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.