eftir George R.R. Martin.
1) Almenn umfjöllun
2) Nánar um söguþráðinn
3) Lof frá virtum fjölmiðlum
4) Lokaorð
5) Heimildir
1) Almenn Umfjöllun
A Song of Ice and Fire er sería ævintýrabóka eftir George R.R. Martin sem hefur skapað sér sérstöðu í heimi ævintýrabókmennta. Í bókaumhverfi þar sem fólk er vant því að rithöfundar fylgi óskráðum reglum treður Martin nýjar slóðir og brýtur upp allt það sem við er að búast. Serían er opinberlega sögð best ævintýrabókmennta af virtum tímaritum sem Times og talin besta bókasería í heimi af notendum vefsins The Internet Book List (sjá heimildir).
Martin brýtur upp normið og skapar sérstöðu bókanna aðallega á nokkra vegu:
Galdrar og hið óútskýranlega hefur minna vægi í bókum hans en gengur og gerist. Heiftuglegar hefndir, forboðnar ástir, græðgi, stríð, völd og fjölbreytileg sálarbarátta manna ræður ríkjum í hinum grimma heimi Westeros. Enginn er algóður og enginn er alvondur, allar persónur hafa flókinn og trúverðugan hugsunarmáta sem brýtur standarda hinnar klassísku fantasíu. Hinir góðu og hinir vondu falla jafnt, og Martin er óhræddur við að drepa aðalpersónur hægri vinstri þegar sagan krefst þess – skapandi jafnt djúpa sorg sem yfirgnæfandi gleði hjá lesendum sínum. Hann tekst á við erfið og mjög raunveruleg efni sem og sifjaspell, samkynhneigð í miðaldasettingi, morð, vændi, öfundsýki, kvenréttindi og geðsjúkdóma, og skellir hinum fjölbreytilegu persónum sögunnar í þá valdabaráttu sem einkennir SoIaF.
Heimur SoIaF er raunverulegt miðalda-setting, með hinum ýmsu stóru ættum sem ráðu lögum og lofum og berjast um krúnu og völd meðan almenningurinn þjáist. Martin dregur mikið af innblæstri sínum úr sagnfræðilegum raunveruleikum, og má sjá ýmsar hliðstæður við merkilega atburði eins og hið enska Rósastríð, og eru þá House Stark og House Lannister hjá Martin t.d. sambærileg að nokkru leiti við House of York og House of Lancaster í þeim atburðum.
Í sögum hans er lesandinn hrifinn inn í vel skrifaðan heim raunverulegra vandamála, og mun hver lesandi eins og þeir sem undan komu koma til með að þurfa að takast á við ímyndir sínar um góða persónu, vondar persónur, aðalpersónu og aukapersónu. Martin hendir manni fram og til baka milli fólks sem maður hatar jafnt sem elskar, og enginn er fullkominn. Tilfinningarík epísk saga sem stendur upp úr hafi miðlungs ævintýrabókmennta sem glitrandi turn, og sannar eitt sinn fyrir allt hversu mikil áhrif ævintýrasaga getur í raun haft á lesanda.
2) Nánar um söguþráðinn (ekki spoiler)
A Game of Thrones (1996)
A Clash of Kings (1998)
A Storm of Swords (2000)
A Feast for Crows (2005)
A Dance with Dragons, (est. 2007)
Í fyrstu bókinni kynnist lesandinn fyrst House of Stark sem er ein aðalfjölskylda bókanna. Þar fylgjum við hinum göfuglega en þröngsýna Lord Ned Stark og sonum hans og dætrum. Fljótt fáum við að kynnast hinum ýmsu vandamálum sem þessi fjöldskylda stendur frammi fyrir, og í gegnum hana komumst við smám saman inn í hið stóra og magnaða plot sem Martin vefur í þessum bókum.
Við fylgjum einnig hinni týndu prinsessu Daenerys Targaryen, dóttur afkrýnds og myrts konungssonar, og sögu hennar hinu megin við hafið. Samhliða hinni flóknu sögu Westeros er saga Daenerys athyglisverð, og Martin vefur hina ýmsu hluta heimsins og bókanna vel saman.
Þótt bækurnar taki smá tíma til að komast inn í, er ekki hægt að segja annað en þær forðist nærri því algjörlega hið mikla magn af ”óþarfa söguþræði” sem oft læðist með ævintýrabókmenntum. Spennan magnast og viðhelst og sjaldan er leiðinlegt augnablik í sögum hans. Eftir að hann kemst af stað, eru bækurnar þar eftir ein stór atburðarás sem allir ættu að geta notið.
3) Lof frá virtum fjölmiðlum:
Sagan hefur hlotið mikið og virt lof frá stórum fjölmiðlarisum, og væri ógerlegt að minnast á mikið af því hér. Til að sýna fram á gæðastandard bókanna legg ég þó til að þið lesið þessi þrjú dæmi úr mörgum frábærum umfjöllunum.
“A Song of Ice and Fire is firmly at the top of the best-seller lists, probably because it’s the best fantasy series out there.”
~ Detroit Free Press
“Of those who work in the grand epic-fantasy tradition, Martin is by far the best. In fact […] this is as good a time as any to proclaim him the American Tolkien. […] What really distinguishes Martin, and what marks him as a major force for evolution in fantasy, is his refusal to embrace a vision of the world as a Manichaean struggle between Good and Evil. […] Martin’s wars are multifaceted and ambiguous, as are the men and women who wage them and the gods who watch them and chortle, and somehow that makes them mean more. […] isn’t just pretty elves against gnarly orcs. It’s men and women slugging it out in the muck, for money and power and lust and love.”
~ Time
“George R.R. Martin has created the unlikely genre of the realpolitik fantasy novel. Complete with warring kings, noble heroes and backroom dealings, it’s addictive reading and reflects our current world a lot better than The Lord of the Rings.”
~ Rolling Stone
4) Lokaorð
Að lokum vil ég taka fram mína persónulegu skoðun að aldrei hafi verið til betri ævintýrabókaflokkur en þessi. Ég hef sjálfur umfangsmikla reynslu af lestri ævintýrabókmennta til margra ára, m.a. bækur Robert Jordan, Terry Pratchett, Terry Goodkind, Anne Rice, C.S. Lewis, Tolkien, David Eddings, L.E. Modesitt, Philip Pullman, Piers Anthony, Raymond Feist, Terry Brooks, o.fl.
Ég get sagt það með fullri vissu að bækur Martin eru þrefalt betri en nokkrar af þessum, og margar aðrar til, að mínu mati. Ég vona innilega að þessi grein gefi einhverjum hér innblástur til að lesa þessar yndislegu og klassísku bókmenntir, en þær hafa ekki fengið nægilega stóra útbreiðslu oft á tímum, enda mun alvarlegri og dekkri en yngri aldurshópar ráða kannski við. En, ykkur til eflaust ómældrar ánægju, get ég fullvissað ykkur að þær eru einnig betur skrifaðar og tilfinningaríkari en nokkuð af þeim bókmenntum.
Sem aukalestur fyrir þá sem kjósa hið opinbera spoiler-free review fyrir fyrstu bókina í seríunni, bendi ég á:
http://www.westeros.org/Citadel/Books/Entry/160/
Og fyrir aðdáendur seríunnar bendi ég á hinar fallegu endurgerðir heraldry ætta Westeros:
http://www.westeros.org/Citadel/Heraldry/
sem og almennt á www.westeros.org
Tek það fram að hægt er að kaupa þessar bækur í Nexus. Ef einhver hefur áhuga getið þið nálgast bókina á tölvutæku formi hjá mér (albareth_dragon@hotmail.com) en ég geri svo einungis til fólks sem ætlar sér að kaupa hana ef þeim líkar lengur en fyrstu kaflana. Martin er rithöfundur sem á skilið að fólk virði eignarrétt hans.
Með bestu kveðju,
IN.
5) Heimildir
http://en.wikipedia.org/wiki/Song_of_ice_and_fire
http://www.iblist.com/list_by_rating.php?type=series
http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,1129596,00.html
http://www.westeros.org/
Wrought of Flame,