Clive Staples Lewis fæddist í Belfast, Írlandi 29.nóvember 1898. Hann var seinni sonur Albert Lewis og Flora Augusta Hamilton Lewis. Eldri bróðir hans, Warren fæddist
þremur árum á undan Clive. Þegar hann var fjögurra ára varð hundurinn hans, Jacksie fyrir bíl og eftir það vildi hann láta kalla sig Jack. Æska Clive var tiltölulega
góð og hamingjusöm. Þegar hann var sex ára flutti fjölskylda hans inn í nýtt hús, kallað Little Lea sem var stórt og dimmt hús með þröngum göngum. Í því var stórt
bókasafn, tvær uppáhalds bækur Clive voru Fjársjóðseyjan eftir Robert Louis Stevenson og Leynigarðurinn eftir Frances Hodgson Burnett.
Friðsæl æska hans lauk þó þegar hann móðir hans varð veik og dó úr krabbameini árið 1908. Mánuði eftir að hún dó voru þeir bræður sendir í burtu á heimavistarskóla
í Bretlandi. Clive hafði verið kennt heima fram að þessu. Clive hataði þennan skóla, sem var strangur og yfirfullur af reglum og hann saknaði Belfast. Árið 1910 var
skólanum lokað út af skort á nemendum svo hann gat snúið aftur til Írlands. Seinna var skólastjórinn Robert Capron sendur á geðveikrahæli. En eftir eitt ár var Clive
þó sendur aftur til Englands til að læra. Í þetta skipti var reynsla hans mjög jákvæð og hann lærði að meta ljóð og þá sérstaklega verk Virgils og Homer. Hann hafði
einnig áhuga á tungumálum og lærði frönsku, þýsku og ítölsku.
Árið 1916 hóf Clive nám við Oxford háskólann. Stuttu eftir það gekk hann til liðs við breska herinn í fyrri heimstyrjöldinni. 15.apríl 1917 særðist hann í bardaga í
frönskum bæ að nafni Arras en hann var fljótt færður aftur í herinn í Andover í Englandi. Í desember 1918 var hann leystur frá störfum í hernum og gat snúið aftur
til náms í Oxford. Í hernum deildi hann herbergi með öðrum hermanni, “Paddy” Moore, og þeir urðu góðir vinir. Þeir gerðu samkomulag á milli sín, ef annar þeirra léti
lífið í bardaga skyldi hinn þá sjá um fjölskyldu þess sem dæi. Paddy dó í bardaga árið 1918 og Clive stóð við orð sín. Clive hafði áður hitt móður Paddys sem hét Jane
King Moore og mikil vinátta spratt upp á milli hennar og Clive. Vinátta þeirra var einkum mikilvæg þegar Clive særðist því að faðir hans neitaði að heimsækja hann á
spítalann. Eftir stríðið deildu þau húsi saman en Clive hélt áfram herbergi sínu í háskólanum. Árið 1930 fluttu Clive, Jane og bróðir Clives, Warren Lewis saman í The
Kilns, hús í Risinghurst, Headington. Þau keyptu öll húsið saman og dóttir Moore erfði það þegar Warren dó árið 1973. Moore þjáðist af heilaskaða á seinni árum og var
flutt á sjúkrahús þar sem hún dó árið 1951. Clive heimsótti hana á hverjum degi þar til hún dó.
Lewis útskrifaðist úr Oxford árið 1925 með fyrsta flokks gráður í grísku, latneskum bókmenntum, heimspeki, sögu og enskum bókmenntum. Eftir það var Lewis ráðinn sem
kennari í Magdalene College í Oxford og hann var þar í 29 ár áður en hann varð prófessor í miðaldasögu og endurreisnar bókmenntum árið 1955 í Magdalene College, Cambridge.
Þegar hann kenndi í háskólanum byrjaði hann að skrifa bækur og fyrsta verkið hans, The Pilgrim's Regress sem fjallaði um trúarlegt ferðalag hans til kristinnar trúar
kom út árið 1933. Önnur verk fylgdu í kjölfarið og hann var hylltur ekki einungis fyrir trúarleg verk heldur líka vinsælar skáldsögur.
Seinna kynntist Lewis Joy Davidman Gresham amerískum rithöfundi sem hafði skilið við manninn sinn og komið til Englands með tvo syni sína, David og Douglas Gresham.
Í fyrstu voru þau vinir sem áttu sameiginleg áhugamál en seinna samþykkti hann borgaralegan hjónabandssamning svo hún gæti búið áfram í Englandi. Joy kvartaði yfir
meiðslum í mjöðminni og hún var seinna greind með beinakrabbamein. Þá þróaðist samband þeirra þannig að þau héldu kristið brúðkaup og athöfnin var framkvæmd af vini,
Peter Bide sem var prestur og hún var haldin við sjúkrabeð Joy árið 1956. Krabbamein Joy batnaði þó og þau gátu lifað sem hamingjusöm fjölskylda með Warren
Lewis til Joy varð aftur veik og hún dó árið 1960. Eftir dauða hennar ól Lewis syni hennar upp, Douglas sem kristin en David varð gyðingatrúar eins og móðir hans.
Þegar Lewis hóf að skrifa barnabækur reyndu útgefandi og vinir hans að ráða hann frá því, þeir héldu að það myndi eyðileggja orðspor hans sem höfundur einlægra verka.
Hann skrifaði bækurnar sjö um ævintýralandið Narníu á milli 1949 og 1954 og þær voru myndskreyttar af Pauline Baynes. Þær voru vinsælustu verk Lewis, seldar í yfir
100 milljónum eintaka á 41 tungumálum. Þær hafa verið gefnar út í mismunandi röð en þær eru líka í röð eftir sögunni. Bækurnar fjalla um börn sem flytjast inn í
ævintýralandið Narníu þar sem þau lenda í miklum ævintýrum og taka þátt í baráttu góðs og ills.
Tímaröð bókanna:
1. The Magician's Nephew.
2. The Lion, the Witch and the Wardrobe.
3. The Horse and His Boy.
4. Prince Caspian.
5. The Voyage of the Dawn Treader.
6. The Silver Chair.
7. The Final Battle.
Útgáfuröð bókanna:
1. The Lion, the Witch and the Wardrobe.
2. Prince Caspian.
3. The Voyage of the Dawn Treader.
4. The Silver Chair.
5. The Horse and His Boy.
6. The Magician's Nephew.
7. The Final Battle.
Í júní 1961 var Lewis greindur með bólgu í nýranu sem leiddi til blóðeitrunar. Veikindi hans örsökuðu það að hann missti af haustmisserinu í Cambridge en heilsa hans
batnaði og hann sneri aftur í apríl 1962. Heilsa hans hélt áfram að batna og hann var orðinn fullfrískur vorið 1963. En 15.júlí 1963 varð hann veikur og var fluttur
aftur á sjúkrahús. Daginn eftir, klukkan 5 um morguninn fékk Lewis hjartaáfall og féll í dá. En hann vaknaði óvænt daginn eftir klukkan 2. Lewis var úskrifaður af
spítalanum og hann sneri aftur í The Kilns en hann var of veikur til að vinna. Hann sagði upp kennarastarfi sínu í Cambridge í ágúst. Ástand hans hélt áfram að hnigna
og í miðjum nóvember var hann greindur með lokastig nýrnabilunar. Þann 22.nóvember 1963 klukkan 5:30 dó Lewis í svefnherbergi sínu, nákvæmlega einni viku fyrir 65
ára afmælið sitt. Hann var grafinn í kirkjugarði The Holy Trinity Church, Headington, Oxford.
Heimildir:
http://en.wikipedia.org/wiki/C._S._Lewis
http://www.factmonster.com/spot/narnia-lewis.html