A Series of Unfortunate Events A Series of Unfortunate Events er ævintýra bókaflokkur eftir Daniel Handler sem skrifar undir dulnefninu Lemony Snicket. Þær eru myndskreyttar af Brett Helquist. Serían byrjaði með fyrstu bókinni í flokknum, The Bad Beginning (Illa byrjar það) sem var gefin út árið 1999 af HarperCollins Children's Books. Serían kom svo að sínum enda þegar þrettánda bókin var gefin út The End, á Föstudeginum 13. október 2006.

Kvikmynd var gerð út frá fyrstu þremur bókunum, The Bad Beginning (Illa byrjar það), The Reptile Room (Skriðdýrastofan) og The Wide Window (Stóri glugginn). Hún var frumsýnd 17. desember 2004 undir nafninu Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events. Einning var gefinn út tölvuleikur.

Spoiler Viðvörun.

Bókaserían fjallar um líf þriggja óheppna systkina, Violet (Fjólu), Klaus (Kláus) og Sunny (Sunnu) eftir að foreldrar þeirra eru drepnir í eldsvoða. Í The Bad Beginning búa þau stuttlega hjá vini foreldra þeirra, Herra Poe, áður en þau eru send til að búa hjá Count Olaf.

Systkinin fljótlega uppgötva að Olaf er með tattú af auga á vinstri ökkla sínum og að hann er ógeðfelldur og vondur maður sem er staðráðinn að koma klónum sínum yfir fjölskyldu auðinn. Í næstu sex bókum fylgir Count Olaf þeim hvert sem þau fara, þau ná aldrei að losa sig við hann af hælunum á þeim. Hvert sem þau fara birtist hann aftur í einhverju fáránlegum dulbúningi til að nálgast börnin og stela auðnium. Munaðarlausu systkinin reyna í hvert skipti að fá hjálp frá Herra Poe, en alltaf er hann óvitandi um hættuna sem stafar frá Count Olaf eða fattar ekki að það er Count Olaf sem er að þykjast vera einhver annar og trúir börnunum aldrei.

Hvert barna hefur aðgreinandi kunnáttu á sérstöku sviði sem hjálpar þeim í hættunum sem steðja að þeim. Violet (Fjóla) er alltaf að uppgötva nýja hluti sem hjálpa þeim, Klaus er uppfullur af kunnáttu sem hann hefur lesið í bókum, hann man allt sem hann les og er fljótur að finna upplýsingar í bókum. Sunny (Sunna) er með ótrúlega beittar tennur sem geta bitið næstum allt í tvennt. Svo í seinni bókunum lærir Sunny líka að elda og leysir vandamál með þessum tveimur hæfileikum samanlögðum. Með þeim nýfundna hæfileika að gera eldað, tekur Sunny umskiptum frá hjálparlausu barni í unga stúlku sem byrjar að tala í einorða setningum.

Lemony Snicket, dulnefni höfundar bókanna, er í raun og veru persóna í bókinni sjálfur. Hann fylgir Baudelaire börnunum og rannsakar hetjudáðir þeirra. Í síðustu bókunum uppgötva börnin óljósar upplýsingar um hann en þau hitta hann aðeins í augnablik í The Penultimate Peril (Næstsíðasta háskanum).

Bækurnar í seríunni eru samtals þrettán en aðeins 4 hafa verið gefnar út á íslensku. Nokkar bækur voru gefnar út með seríunni en eru ekki taldnar með seríunni. Þær eru t.d. The Beatrice Letters, The Blank Book, Lemony Snicket: The Unauthorized Autobiography og The Notorious Notations. Svo er áætlað að gefa út bókina Horseradish: Bitter Truths You Can't Avoid, í apríl þessa árs, en hún er uppfull af tilvitunum úr bókunum.

Í október 2006 var gefinn út geisladiskurinn The Tragic Treasury: Songs from A Series of Unfortunate Events með The Gothic Archies. Diskurinn er safn þrettán laga sem eru skrifuð og flutt af Stephin Merritt. Hvert lag um sig var upprunalega á hverri hljóðbók sem gefin var út.

Ég vona að þetta hafi verið fróðlegt og hvet alla að lesa þennan bókaflokk.

Heimildir:
www.wikipedia.org
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."