Sigurverari dulspeki triviu II er Nazareth með 17 af 20 stigum, til hamingju!
Í þetta skipti var svo mikil þátttaka að ég ætla að héðan í frá að skipta þessu niður í 3 sæti.
Í öðru sæti voru vitringur og myhateisyourpain saman, báðir með 16 stig af 20.
Í þriðja sæti var HrKrissi.
Fleiri tóku þátt og ég þakka kærlega fyrir þátttökuna og vonandi taka fleiri þátt næst!
Hérna eru réttu svörin:
1. Hvaða jurt var notuð til þess að drepa Baldur samvkæmt norrænni goðafræði og hver drap hann? (3 stig)
2. Hver er stofnandi Satanísku Kirkjunnar? (2 stig)
3. Líkamsrækt af ýmsu tagi kemur fram í mörgum trúarbrögðum. Hvað heitir líkamlega iðkunin sem kemur hvað oftast við sögu í indverskum trúarbrögðum? (1 stig)
4. Hvað hétu fyrstu manneskjurnar samvkæmt Biblíunni? (2 stig)
5. Hvar býr páfinn? (1 stig)
6. Tom Cruise tilheyrir afar umdeildri kirkju. Hvað heitir sú kirkja og hver er stofnandi hennar og trúarinnar sem í henni er iðkuð? (3 stig)
7. Hvað halda Wicca-iðkendur upp á margar hátíðir á ári? (2 stig)
8. Hvaða norrænni guð á hamar sem er kenndur við hann? (2 stig)
9. Hver var kona Seifs samkvæmt grískri trú? (2 stig)
10. “Trúarbrögð eru ópíum fjöldanna”. Hver sagði þetta? (2 stig)
1. Mistilteinn, Höður hinn Blindi.
2. Anton Szandor LaVey
3. Yoga
4. Adam og Eva
5. Vatikaninu
6. Vísindakirkjan, stofnandi L. Ron Hubbard
7. 8 hátíðir
8. Þór
9. Hera
10. Karl Marx
Kv. Mystira :)
PS. Næsta trivia verður komin inn á morgun, fylgist með ;)