Keisaraynjan Keisaraynjan er oft líkt við móður jörð eða móðirin sem sér um að ala komandi kynslóðir upp. Þessu spili tengist náttúran mikið og sömuleiðis frjósemi og endurnýjun orku. Þetta spil er andstæða rökhugsuna, þetta er spil tilfinninga og heldur því jafnvæginu í heiminum með Keisaranum.

Oft er Keisaraynjan í hásæti og heldur á krossi sem er tákn elífðs lífs. Skjöld mikinn hefur hún hægra meginn og með sítt, slegið hár. Einnig hef ég séð hana þungaða á sumum spilum og er þá vísað í móðurhlutverkið.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT

Heimilisfriður. Hagkvæm og góð gifting. Móðurást. Listahæfileika og mikla sköpunargáfu. Friðsamlegt líf. Mikill innri styrkur.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT

Harðstjórn móður. Sóun á hæfileikum. Seinkun á atburðum. Aðilinn gleymir sér í letilífi og hugar ekki að framtíðinni.

Kveðja,
Abigel