
Yfirleytt er þetta TAROT spil nr. 2 og einkennist af því að á spilinu er fallega klædd kona með kórónu eða höfuðfat. Stundum við fætur hennar liggur hálfmáni, því Æðsti meyprestur (Juno)er einnig mánagyðjan. Það er frekar algengt að hún sitji á milli tveggja súlna, önnur svört en hin hvít, og tákna þær það jákvæða og það neikvæða. Stundum er hún að lesa handrit sem stendur á T.O.R.A. (lögmál guðs).
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT:
Sköpunarhæfileikar. Þetta er spil dulspekinnar og lærdóms. Leyndardómar. Þróun menningar. Opinberun sannleikans.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT:
Yfirborðskenndur lærdómur. Frestun á atburðum. Holdlegur munaður tekin fram fyrir andlegan.