Fíflið Jæja hérna er fyrsta greinin sem ég ætla að skrifa um TAROT spilin. Ég ætla að taka eitt spil í einu og byrja á stóru spilunum. Ég tek þau í þeirri röð sem algengast er að þau birtist en röðun stærri TAROT spilana hefur verið síbreytileg. Hér byrja ég á fyrsta spilinu, Fíflið. Þetta spil er annaðhvort ótölusett eða ber tölustafinn 0.


FÍFLIÐ

Þetta spil er talið eitt það þýðingamesta spilið í stokknum og oft er því líkt við manneskjuna, áhyggjulaus, kærulaus, og fáfrótt.

Fíflið er alltaf í litskrúðugum fötum og oft eru bjöllur á húfu hans. Einnig sést oft annaðhvort hundur eða krókódíll glefsa í fæturnar á honum.

Þegar spilið snýr rétt:

Ferðalög. Kæruleysi. Léttúð. Gleði.
Þetta spil er einnig spil byltingar, umrótun í fastmótuðu samfélagi. Einnig er oft sagt að þetta spil sé spil stjórnleysis, því kærulaus gengur Fíflið áfram og hirðir ekki um hætturnar.

Þegar spilið snýr öfugt:

Stöðnun í þróun. Röng ákvörðun. Hindrun nýsköpunar. Hið fastmótaða sigrar.

Þetta spil er sérstakt að því leiti að meining þess ákvarðast nær eingöngu af nærliggjandi spilum sem teljast til hins veraldlega, s.s. Djöfullinn.
Þetta spil er eingöngu andlegs eðlis.

Kveðja,
Abigel