Jæja hér kemur síðasta TAROT spilið í stokknum, Sverðatían.
Þetta spil er svolítið öfgakennt spil, annað hvort merkir það einungis einstaklinginn eða öll veröldin og er ekkert þarna á milli.
Þegar spilið er einstaklingsbundið merkir það réttlætiskennd, draumar sem geta ræst.
Einnig getur það þýtt lygar. Svik. Tál. Eins og Dauðinn er þetta spil hálfpartinn spil endurholgunar og merkir glætu í myrkrinu eftir langvarandi svartnætti.
Þegar þetta spil snertir þjóðina merkir það efnahagsörðuleika og stundum valdníðslu.
Ég var að velta fyrir mér að skrifa greinar um TAROT lagnir, merkingu ákveðinna spila þegar þau lenda við hliðina á hvort öðru og kannski sögur TAROT spilanna. Endilega segið mér hvað ykkur finnst um þessi áform.
Kveðja,
Abigel