
Flest TAROT spil sýna Engil sem blæs í horn sitt með krossi heilags Mikaels meðan grafir opnast fyrir neðan hann og látnir rísa frá dauðum og hefja hendur sínar til himins.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT
Lausn á vandamálum. Andleg velmegun. Andleg vakning sem gæti verið undanfari fræðgar og velgengni. Ánægja yfir störfum sínum. Breytingar. Endurnýjun. Endanleg niðurstaða fæst að lokum.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT
Tímabundnar vinsældir. Óvissa. Heilsubrestir. Eignamissir. Biturleiki. Veikleikar.