Talið er að þetta spil sé tengt heilögum Mikael sem var einn af erkienglunum sjö sem áttu að sjá um að halda reikistjörnunum á brautum sínum. Einnig gengdi Hermes þessu hlutverki í grískri goðafræði. Frekar skal túlka þetta spil sem endurfæðingu en ekki sem fyrirgefningu.
Flest TAROT spil sýna Engil sem blæs í horn sitt með krossi heilags Mikaels meðan grafir opnast fyrir neðan hann og látnir rísa frá dauðum og hefja hendur sínar til himins.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT
Lausn á vandamálum. Andleg velmegun. Andleg vakning sem gæti verið undanfari fræðgar og velgengni. Ánægja yfir störfum sínum. Breytingar. Endurnýjun. Endanleg niðurstaða fæst að lokum.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT
Tímabundnar vinsældir. Óvissa. Heilsubrestir. Eignamissir. Biturleiki. Veikleikar.