Upprunalega má rekja þetta spil til guðsins Satúrnus en einnig vill fólk tengja þetta spil til Mítra dýrkunar.
Í flestum miðaldarspilum er Satan uppi á stalli en tvær verur hlekkjaðar sinn hvorum megin við hann. Djöfullinn heldur oft á kyndli og stundum vísar kyndilinn niður. Í dulrænum og þeim TAROT spilum sem notuð eru við að iðka galdra er fimmstjarnan á hvolfi við höfuð hans.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT
Óhjákvæmilegur atburður. Freisting. Veikindi. Skapofsi. Reiði. Peningasóun.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT
Sniðið fram hjá vandamálum. Veikindi fara batnandi og jafnvel lækning. Þótt spilið snúi öfugt getur það samt þýtt óviðráðanlega freistingu og ógæfu.