Hófsemi Talið er að uppruni spilsins sé að rekja til vatnsberans Aquarius eða til Ganymedesar sem var ungur prins af Tróju og Seifur rændi til að vera vatns- og bikarberi guðanna. Hann jós vatni hins elífa lífs fyrir þá.

Spilið sýnir konu eða engil í síðum kjól að hella vökva á milli tveggja bikara. Í bakgrunni má sjá fjöll og við fætur hennar er oft á og grösug engi.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT

Sparnaður. Sameining. Aðlögun. Samvinna í stað samkeppni. Velmegun vegna góðrar stjórnar. Í einstaka tilfellum getur þetta spil táknað hjónaband en ég vil frekar túlka það sem samband frekar en hjónaband.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT

Slæmur félagsskapur. Klaufaleg meðhöndlun tækifæra. Mistök. Hagsmunaárekstur.