Hugsanlega gæti þetta spil verið tengt Moros, en hann var æðri Seifi og ákvað örlög manna. Hann hafði 3 andlit og hétu hin Ked og Þanatos.
Oftast er hér á ferð beinagrind með ljá og sker hvort jafnt á þá ríku sem fátæku ,og í flestum þjóðsögum er talað um að hvorki það efra né það neðra sé sanngjarnt en hins vegar sé dauðinn það alltaf, oft á hestbaki og er sól og blíða í kringum hann. Stundum er einnig regnbogi sem er tákn upbreytinga.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT
Þetta spil er í sjálfu sér ekki slæmt spil og merkir mjög sjaldan dauða en hins vegar merkir þetta spil umbreytingu. Hugarfarsbreytingu og jafnvel eyðileggingu sem sem leiðir til breytinga en oftast eru þessar breytingar þó til batnaðar frekar en hitt.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT
Þunglyndi. Stöðnun og vanþekking. Þvinguð breyting. Stundum táknar þetta einnig veikindi og sjálfskaparvíti.