
Spilið sýnir konu með hatt sem er í laginu sem 8 á hlið, en það er merki ódauðleikans. Oftast er hún að glenna upp eða þvinga saman kjafti á ljóni og er konan algerlega óttalaus.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT
Styrkur. Viljastyrkur. Siðferðislegur styrkur og sigur. Þolinmæði sem leiðir til árangurs. Styrk spyrjanda til þess að geta yfirbugað flestar hindranir í vegi hans. Andlegur styrkur sem eykst við mótlæti.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT
Þetta spil er einstakt að því leyti að það skiptir engu hvernig það snýr, það merkir alltaf það sama og veikist ekkert merking þess þótt það snúi öfugt.