Þetta spil má rekja til örlaganornanna 3, fortíð, nútíð og framtíð. Því miður þegar miðaldir gengu í garð var þetta spil frekar lýst sem þjáningarhjóli djöfulsins en hefur nú aftur tekið upp sína merkingu og mynd.
Sum TAROT byggja þetta spil á sögunni um Mídas konung sem Appollon lét frá asnaeyru og eru því oft þannig eyru á manneskjunum fjórum sem snúast með hjólinu hjólinu sem á stendur “Ég mun stjórna. Ég hef stjórnað. Ég er stjórnlaus. Ég stjórna.” Vængjuð manneskja með kórónu situr uppi á hjólinu eða sfinx og stundum heldur manneskjan einnig á sverði.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT
Endurfæðing. Þróun sem ekki er hægt að breyta. Sjálf segi ég oft að þetta spil þýði hreinlega að ég sjái lítið sem ekkert úr því að sömuleiðis geti manneskjan sem ég spái fyrir lítið gert til að breyta eða hætta við þá hringrás sem er þegar hafin. Margir segja líka að þetta spil þýði: Nýjir viðburðir. Gagnleg breyting. Fjárhagslegur hagnaður á einhverju verki.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT
Erfip breyting. Stöðnun. Hægist á gangi mála eða jafnvel stöðvast.