Hugsanlega er þetta spil tákn höfuðdyggðunum fjórum og siðgæðisreglum stóísku heimspekinganna. Jafnvel vilja sumir tengja þetta spil við stjörnumerkið Meyjuna.
Alltaf er kvenmaður á þessu spili sem heldur á vogaskálum í annarri hendi en í hinni er oft sverð sem er tákn hins miskunarlausa réttlætis. Oft er hún berfætt og gras undir fótum hennar. Einnig er kvenmaðurinn oft sýndur sem engill.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT
Jafnvægi. Sanngirni. Réttlæti. Góð lausn í lagarlegum og menntamálum. Sannleiksfýsni. Siðgæðisvörður, mismikill eftir öðrum spilum og einstaklingnum sjálfum.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT
Óréttlæti. Rangur dómur. Lagaflækjur. Mikil harka. Slæmt baktal um náungann.