Þetta spil er andstæða Trúarleiðtogans og mynda því jafnvægi eins og Keisarinn og Keisaraynjan.
Þetta spil vísar til stríðsguðsins Mars og táknar guðleg eyðilegging (Páfinn merkir guðlegur stöðugleiki).
Flest TAROT spil sýna Mars brugðnu sverði eða með veldisprota. Hann ber kórónu og eru oft tvö andlit á herðum hans og vísa þau til valdi yfir andstæðum öflum.
Það eru margs konar dýr sem draga vagninn. Sum spil sýna ljón, önnur hesta og þá er annar svartur en hinn hvítur. Það eru 4 súlur í vagninum og tákna þau frumefnin fjögur (jörð, loft, eldur, vatn).
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT
Velgengni vegna eigin hæfileika og atorku. Góð heilsa. Góður veraldlegur árangur og virðing. Getur jafnvel táknað ferðalag en varast skal að túlka vagninn með þessu leiti í nema í undantekningatilvikum (þegar önnur spil vísa einnig í ferðalag). Óvæntar fréttir.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT
Varast dýrslegar hvatir. Erfiðleikar. Slæmar fréttir. Óframkvæmanlegar áætlanir. Eigingirni. Tillitsleysi. Vanmeting á sjálfum sér.