Keisarinn er tákn hins veraldlega valds. Spilið heldur jafnvægi lífsins með Keisaraynjunni, en hún er tákn tilfinningalegs valds. Hann er verndari barnanna, góður stjórnandi og virtur af þegnum sínum. Hann er tákn rökhugsunar og líkamlegs styrks.
Sumir telja að þetta spil eigi rætur sínar að rekja til mjög gamals verndargrips sem fannst í arabískri galdrabók, en þar er konungur í hásæti með hnött við fætur sér. Sum TAROT spil sýna einmitt keisarann á þennan máta.
Yfirleitt er keisarinn sýndur sem karlmaður með sterka andlitsdrætti sem situr í hásæti. Stundum er hásætið skreytt hrútshöfði, en það er tákn Mars, eða ljónshöfði.
Í hægri hönd heldur hann á veldisprota og við fætur hans liggur skjöldur.
Einnig hafa þó nokkur TAROT spil sýnt Keisarann standandi og horfir á land sitt í fjarska en það á að sýna veraldlega vald hans.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT
Peningar og annar auður. Forusta. Veraldlegar gáfur, þá sérstaklega í raungreinum. Tilfinningasnauður en byggir allt á rökhyggju. Einnig getur spilið táknað sköpunargleði.
ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT
Réttlægi mun ná fram að ganga. Miskunsemi. Vorkunsemi. Þverrandi völd. Tilfinningar stjórna niðurstöðum í stað rökhyggju. Ástríða.
Í fáum tilfellum en hefur gerst hjá mér hefur þetta spil táknað samkynhneigð þegar það snýr öfugt. Varast ber þó að leggja fram fljótfærnislega ákvörðun, því yfirleitt mun spilið koma oft upp öfugt hjá þeim sem eru samkynhneigðir.