Ég er alls ekki sammála þeirri túlkun sem að kom fram hér áðan, sem a.m.m. einkennist af nýaldartúlkun Kaunar, sem er bölrún og táknar sársauka. Kaun og aðrar bölrúnir er auðveldlega hægt að sjá í mörgum bandrúnum (og jafnvel öðrum rúnum ef út í það er farið) og finnst mér þá markmið hennar og tilgangur glatast í bandrúnum.
Ég tel að þetta sé fyrst og fremst verndartákn. Í miðjunni sést augljóslega Yngvi, sem er tígullaga og til í álíka viðbrigðum (sjá á wikipediu) og getur táknað ýmisslegt, sé það frjósemi, heimili eða jafnvel bókstaflega konungur. Túlkanirnar eru margræðar, en ég tel víst að Yngvi sé rúnin sem táknar það sem á að vernda. Á endunum sjáum við svo Elg, sem er verndarrún. Mér finnst frekar sanngjarnt að álykta að þetta sé verndarstafur fyrir heimilið og heimilislífið, en það er ekkert algilt. Með bandrúnir, sem eru mjög torræðar, er frekar erfitt að lesa nákvæmlega úr þeim. Þér hefur ekkert dottið í hug að spyrja þann sem gaf þér rúnina? Var þér bara gefin ‘einhver töff rún’?