Stærri trúarbrögð heimsins eiga rætur lengst aftur í fortíðina, hafa þróast út frá ennþá fornari trúarbrögðum og bera þeim oft keim, með táknum eða helgissiðum.
Kristin trú ber margt með sér úr öðrum trúarbrögðum, en það þýðir ekki að kirkjufeður hafi verið að herma, kannski fékk kristni þetta úr sameiginlegum forföður allra trúarbragða eða eitthvað þvíumlíkt.
Það eru til afar fá trúarbrögð sem spretta bara upp “allt í einu”, með engar tengingar í önnur fornari trúarbrögð. Ég man í augnablikinu aðeins eftir einum slíkum trúarbrögðum og það er Vísindaspekikirkjan.