Hér er Pentagramið (eða fimmarmastjarnan) sýnd með tengingum við frumöflin. Það var upprunalega Pýþagóras sem tengdi pentagramið við frumöflin fjögur - eld, jörð, vatn og loft - og svo við sálina eða “the psyche” eða “spirit”.
Í dag hafa margir nýheiðingjar þessa skoðun líka, þar á meðal Wicca-fylgjendur.
Ég trúi því að ljós sé bylgjur alveg eins og hljóð og að þær bylgjur ferðist í gegnum efni sem er allstaðar en sem bara ljós getur ferðast um, ég trúi því líka að þyngri hlutir fái meiri hröðun en léttir hlutir og að það sé hægt að búa til gull úr blýi. EN - þetta eru bara líkingar og þetta eru frumlögstaðlar, sem er ekki það sama og lögmál og kennigar, heldur er táknrænt, ég meina hefur þú séð léttan hlut detta hraðar en þungan hlut, vísindi geta ekkii ransakað frumlögstaðla vegna þess að þeir eru táknrænir en samt til …
Við höfum búið til gull úr blýi. Það er léttilega hægt að gera tilraun á þyngdarlögmálinu þó svo nákvæmnin sé ekki nægileg. Með því að fylgjast með sporbrautum stórra hluta í sólkerfinu er hægt að mæla kraftinn samkvæmt þyngdar-bla-jöfnunni.
Auk þess “afsönnuðu” Michelson og Morely tilgátuna um ljósvakann eða etherinn sem átti að vera vaki fyrir ljósbylgjur. Í dag er talið að ljóseind sé orkuskammtur, bylgja sem þarf ekki vaka heldur getur ferðast í gegnum tómarúm
uh… ég veit, var meira að gera grín að þessu Wicca fólki, sem heldur fram fornum grískum kenningum um frumefnin fjögur og galdra, sem þau vita fullkomnlega vel að er ekki hægt og er ekki rétt, en þau nota rök um að þetta sé táknrænt og ekki hægt að mæla o.fl. bull
Bætt við 17. janúar 2008 - 20:48 Áhugaverð þessi wikipedia grein sem þú línkaaði á, hef heyrt um þessa tilraun en samt aldrei vitað hvernig hún fór fram
Mann langar oft að missa sig. En það má ekki :) þá verður maður alveg jafn slæmur. Það á að taka mark á rökum og sönnunargögnum (ef þau eru til staðar) og ef, eins og í þessum tilfelli, reyna að fræða fólk um það að það er ekki til neitt sem hefur ekki hita :)
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig
Nákvæmlega, ef fólk væri bara ekki alveg svona þröngsýnt, ég meina hvernig getur það fræðst um nokkuð ef það hefur alltaf í huga einhverjar röksemdafærslur sem það hefur heyrt gegn því sem maður er að segja. Eins og ef ég hefði heyrt að það hafi aldrei verið sannað að 1/2+1/2=1 vegna þess að tvö hálf epli verða aldrei heilt epli, gæti ég aldrei tileinkað mér einföldustu gerð af stærðfræði, og mér finnst of rökfærslan vera mjög í líkingu við þetta
og vegna þess að járnhlutar á ruslahaug geta ekki safnað sér saman í volkswagen sem síðan breytist í pickupp og síðan kafbát þá getur þróunarkenningin ekki verið.
En, semi einkaskilaboð í gangi á myndasvæði :P
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig
Þú ert nú búinn að afsanna þróunarkenninguna, jörðin hlýtur að vera 6000 ára gömul, svo ekki sé minst á Guð, og Nóaflóðið og allt sem meistari Kent Hovind hefur verið að segja ;)
Mér finnst svo kjánalegt að nýheiðingjar vilji taka þetta upp því að þetta var það sem fólk trúði í gamla daga en þetta er orðið úrelt. Bara verið að reyna að búa til dulspeki úr engu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..