Mætti ég forvitnast um heimildir þínar og hvaðan þú fékkst myndina? Ástæðan fyrir því að ég spyr er að þetta er mjög ólíkt uppsetningu og útliti rúna, því það ríkir ekkert jafnvægi í henni, sem gerir í rúnum,
Þetta lítur frekar út eins og einhver hafi tekið rún og breytt henni í einhversskonar tribal tattú, t.d. með strikin sem fara þvert yfir. Þetta á bak við sem fer í kross með hringi í miðjunni er grunntákn margra rúna en þó lítur þessi heild út ekki sem rún, og þá sérstaklega ekki sem rún guðs.
Hér er dæmi um rún Þórs, þetta á að teikna hamarinn og er í hakakrossa-stíl rétt eins og mjög margar rúnir:
http://www.sunnyway.com/runes/thorshamar.gifEn ég er ekki að segja að ég hafi alveg hundrað prósent rétt fyrir mér (þó svo að ég efist mjög um það að þetta sé rún guðs, ef þetta er rún yfirhöfuð) þess vegna spyr ég um heimildir og hvar þú fannst myndina því ég yrði mjög þakklát ef ég gæti skoðað þetta betur :)
Bætt við 12. janúar 2007 - 20:06 Hér er dæmi um rún Þórs, þetta á að teikna hamarinn
Auðvitað meinti ég að þetta á að TÁKNA en ekki teikna hamarinn. Afsakið mig! :)