Ægishjálmur er gamall íslenskur galdrastafur sem er til í mörgum mismunandi gerðum og útgáfum. Fólk sem trúir á galdrastafana segir Ægishjálminn vera góðan varnarstaf, bæði gegn öllu illu og einnig reiði og yfirgangi annara.
Stafinum fylgir formáli:
“Fjón þvæ ég af mér
fjanda minna
rán og reiði
ríkra manna.”
Hans er getið á mörgum stöðum í gömlum íslenskum ritum, þar á meðal kemur hann fram í Eddukvæðum.