Ég sé ekki hvernig þetta á heima hér á /dulspeki, þar sem þetta tákn var hannað, og skapað, af hljómsveitinni HIM. Síðan þá, að vísu, hefur táknið orðið mun vinsælla og hafa margir ungir og óreyndir Wicca-fylgjendur notað táknið í sömu merkingu og hljómsveitin bjó það til í, sameining lífs, dauða og ástar, eða eins og söngvarinn Ville Valo(veit ekki hvort þetta sé rétt nafn - ömurleg hljómsveit anyway) segir að hann vildi að þetta tákn yrði veraldlega táknið yfir tónlistarstefnuna svokölluðu “love-metal”.
Táknið hefur engan uppruna sem á einhvern hátt ætti að tengjast dulspeki, nema þá það að Wicca-gelgjur noti það, þótt það hafi í raun enga raunverulega merkingu.