Galdrar á íslandi Úr Galdrar á Íslandi

Þetta skaltu rita og haf með þér og munu menn mjög elska þig.

Skýring

Talan átta þótti mögnuð að fornu enda vísar hún á fjölda rúna í hverri ætt gamla rúnastafrófsins. Það skýrir að nokkru tilveru hennar í galdraformálum. Hér er sjö bókstöfum raðað saman að viðbættum staf er líkist latnesku P en getur einnig vísað á rúnina P sem er áttunda rún gamla fúþarksins. Þá er skipulag galdursins hugsað líkt og í 13 þar sem Týr lokar stafaröð. p-rúnin er kölluð “wynn”, “wenne” eða “wen” í engilsaxneskum heimildum, en orðið vísar á gleði, sælu eða nautn. Í engilsaxneska rúnakvæðinu er rúninni lýst svo: “(bliss) he enjoys who knows not suffering, sorrow nor anxiety, and has prosperity and happiness and a good enough house. ”' Þessarar rúnar getur ekki í norrænum rúnaþulum enda var hún ekki tekin upp í yngri gerð rúnastafrófsins. Það þýðir þó ekki að hún hafi verið óþekkt á Íslandi.

P-rúnin skipar sjöunda sæti í úþarkskerfi Agrells sem reynir að lesa hana saman við sjöunda galdraljóð Óðins í Hávamálum.(2) Eðlilegra er þó að gengið sé út frá stöðu hennar innan fúþarksins, ekki síst ef áttunda ljóð Óðins er haft í huga:(3)



Það kann eg ið átta
er öllum er
nytsamligt að nema.
Hvar er hatur vex
með hildings sonum,