“Satt er ekki satt firren satt er sannad….”
Og geturu sannað þetta, eða eiga menn að líta á þetta sem ósanna fullyrðingu?
Og þetta er raunar ósatt. Ef ég er einn heima og kasta pílum í þartilgert spjald, og hitti tólf pílum í röð í miðju, þá er satt að ég hafi gert það þótt ég geti ekki sannað það fyrir nokkrum manni (ég á ekki myndavél, sjáðu til). Og það var satt að Jörðin væri hnöttótt og snerist umhverfis sólina áður en að það var sannað. Eða helduru að Jörðin hafi skipt um lögun og sess í heiminum þegar mönnum tókst að sanna að hún væri ekki flöt, að miðja hennar væri ekki miðja alheimsins, að hún hvíldi ekki á baki risastórrar skjaldböku eða flyti á hafinu, og svo framvegis?
Og þótt vísindi <i>í dag</i> ráði ekki við að útskýra eitt og annað - t.d. galdra og svo framvegis - þá er ekki þar með sagt að þeir séu ekki til, að þeir séu ómögulegir, og svo framvegis. Samkvæmt þeim vísindum sem menn aðhylltust á miðöldum Evrópu og í fornöld, þá var ómögulegt að senda menn til tunglsins eða að koma gervihnöttum á sporbaug um jörðu. Og þau gátu ekki útskýrt bruna, ryðgun og sjúkdóma - og margt annað, eins og þú getur vafalaust ímyndað þér - á sama hátt og gert er í dag. Vissulega voru þau margfalt frumstæðari heldur en vísindi okkar í dag - en ekki helduru að vísindi okkar í dag séu fullkomnuð, að engu muni vera aukið við þekkingu okkar héðan af? Og geturu útilokað með nokkrum skynsamlegum rökum að einhvern tímann muni menn uppgötva einhver lögmál sem liggja göldrum að baki?
Ef þú getur ekki útilokað það, þá geturu ekki haldið því fram með neinum skynsamlegum rökum að þetta sé ekki til.<br><br>Þorsteinn.
All we need is just a little patience.