Núna á ég eina littla frænku sem að er fjagra ára og eitt sem að kom mér soldið á óvart sem að hún gerði fyrir örfáum dögum. Áður en ég byrja að skrifa eitthvað þá ættla ég að segja það að ég hef heirt það að börn eru víst eitthvað skyggn þegar að þau eru á svona ungum aldri. Fyrst þá fannst mér það nú frekar skrýtið að heyra það en núna þá er ég byrjaður að trúa því smá. Þegar að frænka mín var aðeins nokkra mánaðar gömul (kanski um 9 mánuði eða eitthvað) þá komu ég og mamma mín í heimsókn til bróður minnar og konu hans (sem eiga stelpuna) og svo allt í einu þá fór frænka mín að stara bara í eitt horn og brosandi og hlægjandi, mér fannst það nú bara asnalegt at the time því að ég hélt nú bara að hún væri eitthvað heimsk á svona ungum aldri og eitthvað svoleiðis. En síðan núna fyrir nokkrum dögum þá ættlaði ég að djóka í henni og spurja hana hvað hún væri gömul og ég var að hugsa hvort ég ætti að spurja hana hvort að hún væri orðin 3 eða 5 (hún er 4). Og svo þegar að ég var að fara að oppna munninn á mér þá kom hún og sagði “Ég veit allveg hvað ég er gömul”.

Svo má það líka bara vel vera að þetta hafi verið tilviljun að hún hafi sagt þetta en það sem að ég er að spá er hvort að þið haldið að þetta getur verið satt og hvort að þetta hefur komið fyrir ykkur og hvort að þið vitið hvenar þessi svokallaður hæfileiki fer út hjá þeim? Hvers vegna getur fullorðið fólk ekki verið svona (eða þá meina ég allir fullornir)? Er það kanski útaf því að á svona ungum aldri er huginn svo frjáls hjá börnum?