Spurningin hlýtur að vera: “Trúir þú á tilvist Satans?” Hversu mikið sem þér þykir varið í heimspekina á bakvið kirkjuna þá hlýtur það að falla um sjálft sig ef þú trúir ekki að Satan sé til.
Ef þú ætlar að trúa því að Lúsifer sé til þá hlýturðu líka að trúa að Guð sé til(þetta virkar líka öfugt). Og það að þú skilgreinir þig sem satanista hlýtur að þýða að þú trúir á veraldarsýn kristnu biblíunnar, en ert ósammála Guði persónulega. Þar sem satan er í raun holdgervingur eiginhagsmunaseminnar (sem er í raun ágæt svo lengi sem hún fer ekki útfyrir öll velsæmismörk), en Jehóva (oft kallaður Guð) er að sama skapi holdgervingur sjálfsfórnunar og meðhjálpar.
Þú ættir þannig séð alveg að geta notað biblíuna sem trúarrit (gera bara öfugt við það sem Guð eða Jesú segir).
Ég vil bara benda á að mér þykir raunveruleg tilvist Lúsifers og Jehóva ákaflega ólíkleg (er trúlaus sjálfur), og finnst því kjánalegt a vera að stunda tilbeiðslur á öðrum hvorum.
p.s. Það hefur sýnt sig að trú á guð getur hjálpað fólki, sem ekki gæti það að öðrum kosti, að höndla lífið og tilveruna, því það er mjög hughreistandi að trúa því að einhver almáttug og alvitur vera elski mann og standi með manni. Að sama skapi gæti trú á Satan alveg hjálpað þér, því að hún kennir sjálfstæði og það að þú verðir að gera það sem þú getur sjálfur, en ekki bíða eftir að einhver hjálpi þér. Að sama skapi er það skv. satanisma heimskulegt að veita öðrum hjálp ef þú færð ekkert í staðinn.
p.p.s. Hugsaðu málið vandlega, ertu nokkuð að spá í Satanisma vegna þess að þér finnst hann töff, og vegna þess að allir eru svo hneykslaðir á satanistum yfirleitt?<br><br>Betur sjá augu en eyru.