Lærðu undir prófin svefni
Það er gamalt máltæki sem segir að ef maður geti ekki eitthvað strax þá eigi maður bara að sofa á því og þá gangi allt betur. Þetta virkar ég sver það! UIm daginn var ég að fara í stærðfræðipróf og daginn fyrir lærði ég ekki neitt vegna þess að ég var svo upptekinn nema þegar ég var kominn upp í rúm þá las ég yfir allt námsefnið tvisvar og fór svo að sofa. Þegar ég vaknaði daginn eftir klukkan 7 til þess að halda áfram að læra þá mundi ég allt. Ég tek það fram að ég kunni þetta ekki mjög vel fyrir. Ég held að þetta virki þannig að þegar þú lokar augunum og sofnar er heilinn samt að vinna í því sem þú varst að lesa. Ég nota þessa aðferð oft og mér finnst þetta alltaf virka betur en að læra í vöku.