Málið var að ég var að passa einhvern svo að hann/hún yrði ekki bitin af þessarri kónguló því að það gat verið mjg hættulegt að vera bitinn af henni og mér þótti vænt um þessa manneskju. En ég passaði mig ekki nógu vel og endaði það þannig að kóngulóin beit mig rétt fyrir neðan olnbogabótina(innan á handleggnum)
Ég fann ekkert svo mikið fyrir því á meðan það var að gerast og meiraðsegja horfði ég á þegar það gerðist en það var eitthvað að maður mátti ekki taka hana af á meðan!
Svo eftir smá tíma varð ég soldi bólgin og nokkuð aum,allir voru eitthvað að skoða þetta og eitthvað..
Kóngulóin var soldið stór en samt ekkert svona tarantúla eitthvað..hún var samt soldið stærri en litlu íslensku kóngulærnar sem fara geðveikt hratt. Hún var svört og svo man ég ekki hvort hún hafði rautt eða gult í sér…minnir mig samt að hún hafi líkst svörtu ekkjunni svoldið og þar með haft rauðan lit í sér….
Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?