Sumarmót Bylgjunnar var haldið hérna, þar sem ég bý. Niðri á eyrinni var ekki lengur byggð, byggðin var aðeins mitt hús, húsið sunnan við mitt hús og norðan við mitt hús út götuna. Niðri á eyrinni var í staðin komið fullt af sýningatjöldum, sölubásum, leiktækjum og eitt stórt svið sem var byggt úr rekaviði. Ég og vinkonur mínar vorum þar og skemmtum okkur konunglega. Mótið var haldið heila helgi og á sunnudagskvöldið átti að vera sérstök athöfn sem átti að koma á óvart. á sunnudaginn kom kona sem hafði umsjón með þessu og sagði öllum að leita að fallegri stelpu sem ætti að taka þátt í athöfninni og til þess lánaði hún þeim hesta. þegar ég sá að allir voru komnir á hestbak þá langaði mig líka og fór að leita að henni, en fann hana ekki. ég leitaði út um allt alveg þangað til ég var komin upp í fjallið fyrir ofan húsið mitt. Þá var farið að rökkva svo ég fór bara niður í garðinn hjá mér og þegar ég var komin þangað var orðið almyrkvað. Þá fann ég fyrir þessari skrítnu tilfinningu sem ég finn alltaf í öllum martröðum. mér verður rosalega heitt og það er eins og einhver hafi fengið vindinn til að lægja. Ég finn svona sterklega fyrir því að það er fylgst með mér og´lít þá aftur fyrir mig. þar sé ég hræðilega veru. þetta er einskonar skuggi sem svífur um hettuklæddur. ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt áður en vissi strax hvað hann ætlaði sér. hann ætlaði að láta mig drekka einhvern eiturdrykk svo að ég myndi deyja. ég ætlaði að hlaupa inn en sá þá að hann komst miklu hraðar en ég. svo að ég grúfði mig niður og fann hvernig hann stóð yfir mér. þá allt í einu sé ég ljós sem lýsir upp garðinn. þetta eru bílljhós og þ+a lít ég upp og sé að það er rauði billinn hennar 0ömmu hennar frænku minnar. mér var borgið… í bili. hann var farinn. ég hljóp að bílnum skjálfandi í hnjánum og sé þá að hún er ekki ein í bílnum. þar er líka strákur sem við skulum bara kalla X. amma frænku minnar segist hafa verið að leita að mér út af athöfninni. þá gríp ég fram í fyrir henni og segist hafa verið að leita að umsjónarkonunni til að fá hest til að taka þátt í leitinni. en þá sagði amma hennar að hún hafði ekki verið að leita að mér vegna þess heldur vegna þess að ég væri fallega stelpan sem þau höfðu verið að leita að. það stenst náttúrulega ekki vegna þess að ég er ekki falleg.
svo man ég ekki meir. þetta er eini draumurinn sem mig hefur dreymt þar sem ég slepp frá vonda kallinum. Þetta var mjög sérstakur draumur þótt hann virðist ekki vera það, ég hafði heldur ekki tíma til að orða hann þannig. =)
Fólk er fífl