við hættum að vera vinkonur því að ég þoldi ekki að hún var alltaf að segja að hún hataði mig og sagði að ég væri leiðinleg. þá er ég ekki að meina svona vinalega leiðinleg. hún meinti það hreinlega.
“ég hata þig” sagði hún alltaf glotti.
ég veit að hún meinti það en samt hélt hún afram að leika við mig. svo var líka margt annað sem ég þoldi ekki við hana.
ég gafst upp.
en í draumunum þá segist hún aldrei hata mig. þá einhvernveginn er hún öðru vísi. eins og hún sé að sýna sinn innri mann. hún er miklu betri í draumunum en í daglegu lífi.
mér finnst það svo skrítið hvað hún er skemmtileg í draumunum, mig dreymir þetta á hverri nóttu núna. alveg frá því að við hættum að vera vinkonur.
Í nótt kom hún til mín og sagði eitthvað. þá urðum við vinkonur. þá gat ég ekki annað en að taka utan um hana og farið að gráta því mér þykir mjög vænt um hana og mig langar að vera vinkona hennar aftur. ég var himinlifandi í draumnum, en svo þegar ég vakna þá verð ég vonsvikin.
það eina sem ég vil að hún geri er að segja fyrirgefðu, hún gerir það í draumunum stundum.
jæja, ef einhver vill þá getur hann ráðið þetta. mér þætti það MJÖG gagnlegt.
takk fyrir að lesa þótt að þetta fór að verða væmið.
Vatn er gott