Divaa sendi inn könnun: “Myndir þú kaupa tímarit helgað dulrænum hlutum, eins og miðlun, skyggni, göldrum o.s.frv.?”
Ég vil bara benda á að það er til fullboðlegt tímarit sem fjallar á nokkuð skynsamlegan hátt um þessi mál, og það heitir Gangleri og er gefið út af Guðspekifélaginu. Í það skrifar reglulega margt viturt fólk eins og t.d. heimspekingurinn og skáldið Gunnar Dal. Einhvern veginn grunar mig að það sem Divaa sé að tala um líkist frekar þeim barnalega átrúnaði á yfirnáttúruleg fyrirbæri sem birtist oft á þessu áhugamáli, og hef ég ekki áhuga á því. Það er alveg hægt að hafa víðari sýn á heiminn en gengur gerist, stunda hugleiðslu og pæla í dulrænum hlutum án þess að trúa því bókstaflega sem fyrir augu ber og færa fórnir til “gyðjunnar” eða e-ð þvíumlíkt. Sem sagt, Gangleri er gott og gilt tímarit. Af hverju þurfum við að bæta einhverju nornatímariti við? Finnst ykkur hitt tímaritið kannski ekki nógu klippt frá raunveruleikanum?