Ég held að fólk sé svolítið að taka hlutina of bókstaflega. Það er kannski að reykja hass, fær einhverjar undarlegar skynjanir og frumlegar hugmyndir og heldur að það séu yfirnáttúruleg skilaboð, í stað þess að túlka þetta sem það sem þetta er, ofskynjanir. Þó þetta séu ofskynjanir þýðir það ekki að það geti ekki verið vit í þeim, en þetta kemur að innan, ekki að utan. Sumir eru kannski “næmari” en aðrir og fá alls konar skynjanir án þess að vera undir einhverjum áhrifum. Einhverjir þeirra eru sennilega með snert af skitzófreníu. Athugið samt að það getur verið eðlilegt að sjá draug, álf eða e-ð slíkt endrum og eins eða örfáum sinnum á ævinni. Ástæðan fyrir því er að manneskjan er ekki eingöngu rökleg vera, við getum upplifað órökrétta hluti, séð látinn ættingja o.fl. Þetta er hluti af mannlegu eðli. Mikilvægt er þó að fólk átti sig á því að þetta er ekki raunveruleikinn, draugurinn er bara undirmeðvitundin að leika sér með þig. Raunveruleikinn er ekkert flóknari en hann virðist, fólk er flóknara en það virðist. Við getum spilað á líkamann/heilann eins hljóðfæri, og sumir eru kannski búnir að læra fleiri nótur en aðrir. Hægt er að víkka út vitund sína og skynjun með einföldum æfingum og lestri á ákveðnum bókum. Fólk verður samt að átta sig á því að það sem við höfum komið okkur saman um að kalla raunveruleikann breytist ekki. Fólk verður að hætta að TRÚA þessum hlutum sem það upplifir. Það er allt í lagi að upplifa hina furðulegustu hluti en um leið og menn eru farnir að trúa á þá er hætta á ferð. Þessi könnun sem var gerð hérna veldur áhyggjum. Fólk virðist vera alltof trúgjarnt á “yfirnáttúrulega” hluti.