Fyrir sonna mánuði síðan dreymdi mig soddan skrítinn draum og í endan að þá stóð ég fyrir utan dyrnar inn í tölvuherbergið heima hjá mér. Ég horfði inn og gat ekki hreyft mig. Glugginn var beint á móti mér og ég gat rétt svo séð í tölvuna hans pabba til hægri og síðan skápinn til vinstri. Ég horfði út um gluggann og sá að það var bjart úti. Ég sá í sólina sem að ég ætti ekki að sjá því að það ættu að vera tré fyrir. Ok, ég var semsagt að horfa út og allt í einu var komið kvöld… bara eins og það hafi verið ýtt á day/night takka og sólin breyttist í tungl. Mér brá ekkert smá og sé einhvern labba inn í herbergið. Ég sé ekki hver þetta er, en ég sé að þessi manneskja var grá og gegnsæ. Ég varð enþá hræddari og reyndi að hlaupa í burtu en gat ennþá ekki hreyft mig þannig að ég lamdi í áttina að þessu tvisvar en hendin fór alltaf í gegn. Ég lýt til hægri því að hendin mín er byrjuð að víbra sem að gerist oft þegar að mig dreymir eitthvað eins og þetta. Þá byrja ég að fatta að þetta sé draumur en… ég vakna allur víbrandi sem að ég hef lent í þrisvar áður (OOBE).
Getur einhver sagt mér hvað þetta gæti þýtt?