Sko… Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér. Nornir dýrka hinn hyrnda guð. Hann má rekja til Pan eða Dýonýsus. Pan var hálfur geithafur og þar af leiðandi með horn, hala og klaufir. Þegar ný trúarbrögð taka við, eins og kristni af heiðni, þá verða guðir hinna gömlu trúarbragða oft djöflar hinna nýju. Þegar kristnin kemur til skjalanna munar það ekki miklu fyrir hina heiðnu, því Jehóva var bara einn guð í viðbót. En kirkjan fór að fordæma allt það sem hinir heiðnu stóðu fyrir. Þeir höfðu marga guði en í kristninni mátti bara hafa einn. Þeir höfðu frjósemishátíðir og fögnuðu hinu kynferðislega en kirkjan fordæmdi það. Þeir höfðu bæði gyðjur og guði en kristnir höfðu bara guð og konan átti að vera undirgefin manninum og mátti eiginlega ekki gera neitt. Ljósmæður voru sakaðar um að vera nornir, því þær ógnuðu stétt karlmanna með þekkingu sinni. Svona mætti lengi telja. Margir voru ranglega ásakaðir um að vera að vera nornir og bæði kristnir og heiðnir voru hengdir eða brenndir á báli. James konungur í Bretlandi á tíma rannsóknarréttarins (sem sá um að dæma nornir til dauða) lét breyta einni klausu í biblíunni til að réttlæta nornadrápin. Það stóð upphaflega “Thou shalt not suffer a poisoner to live” eða þú skalt ekki leyfa eiturbyrlara að lifa, og breytti því í “Thou shalt not suffer a witch to live”, eða þú skalt ekki leyfa norn að lifa. Þetta gat hann því upprunalega textinn, sem var á forn-grísku eða eitthvað svoleiðis hafði þann galla að orðin geta þýtt svo ofsalega margt og því í rauninni hægt að þýða biblíuna á fleiri en eina vegu. En auðvitað eru nornir ekki djöfladýrkendur, því þær eru heiðnar og trúa þar af leiðandi ekki á djöfulinn. Djöfullinn er algerlega kristið hugtak. Með því að segjast dýrka djöfulinn þá væru þær í rauninni kristnar, en ekki öfugt.
Kveðja,
Divaa