Þegar ég var 16 ára er (24 ára núna) átti ég mjög erfitt fyrir og eitt kvöldið var ég allveg að gefast upp á lífinu. Ég var örmagna af þreytu og grét mig í svefn biðjandi Guð eða einhvern um svar hvort ég hefði einhvern tilgang með lífinu. Svo sofna ég og dreymdi svo ótrúlega raunverulegan draum:
Ég var á fæðingastofunni og læknir réttir mér stúlkubarn sem ég hafði fætt. Þegar ég sé stelpuna blossar upp þessi þvílíka ást til barnsins og ég verð rosalega hamingjusöm í hjartanu. Svo lít ég til hliðar við mig til að athuga hvort faðir barnsins sé þarna líka, en það eina sem ég sé eru augun hans sem eru svo sérstök og fallega blá.
Svo vaknaði ég og það fyrsta sem ég gerði var að fara athuga með barnið og það tók mig nokkrar mínótur að fatta að það var ekkert barn og leið og það gerðist fann ég fyrir söknuði.
Ég er alls ekki fyrir börn og á ekki enn neitt, en ég á svo yndislegan mann með svo sérstök og fallega blá augu, nefnilega augun úr draumnum.