Það er alveg rétt. Dulspeki er fræðigrein. Fræðigreinar verður að stúdera. Ég meina, þú fæðist ekki með alla eðlisfræðikunnáttu í kollinum. Að spurja svona spurningar er eins og að spyrja: “Er hagfræði meðfædd?” Ég meina, þó maður viti ekkert um dulspeki hlýtur fólk að átta sig á þessu. Hversu heimskt getur fólk verið? Í mótmælaskyni ætla ég ekki að svara þessari könnun. ;p
Svona til að vera ekki algjör tík þá ætla ég að svara því varðandi dulspeki sem ég held að viðkomandi höfundur hafi ætlað að spyrja, svona honum til yndisauka og lærdóms. Allir fæðast með “yfirnáttúrulega” hæfileika, sem eru bara misþroskaðir hjá þeim og einnig er fólk mismunandi opið fyrir þeim. Hver sem er getur þjálfað þessa hæfileika hjá sér. Sumir fæðast skyggnir og aðrir læra að verða það. Sumir geta haft samband við “hinn heiminn” frá fæðingu, aðrir verða að læra það. Eins geta þeir sem hafa meðfædda, þroskaða hæfileika þjálfað sig upp í að vera ennþá betri í þessu. Æfingin skapar meistarann hér eins og annars staðar.
Svarar þetta spurningum þínum kæri höfundur?